Tuesday, June 01, 2010

African Vacation. (Look kids, it´s Big Ben!)

Þið sem þetta lesið megið klappa ykkur á bakið. Þið eruð hér með vitni að endurlífgun bloggsins. Til hamingju!



Hér sit ég á Flugstöð Leifs Eiríkssonar með fríðu föruneyti á leið í fyrsta áfanga á reisu sem meira að segja Leifur sjálfur gæti ekki skammast sín fyrir. Litla föruneytið samanstendur af sjálfri mér og mínum annars ágæta bróður og er stefnan tekin á ekki ómerkilegri lönd en England-Tyrkland-Suður-Afríka-Namibía-Egyptaland-Jórdanía-Ísrael. Í grófum dráttum. Svo að ég vitni í Stefán Þór frænda, þá förum við á HM, sem stendur fyrir Hinum Megin á hnettinum.



Ferðin hefur farið þokkalega vel af stað. Ég gleymdi vegabréfinu, Vísakortinu og myndavélinni heima, en það uppgötvaðist sem betur fer áður en komið var í næstu götu. Danni var stoppaður í vopnaleitinni með mannskaða sólarvörn sem gerð var upptæk með det samme. Fall er fararheill! Ég spái því hér með að ég gleymi ekki fleirum stórkostlega mikilvægum hlutum og enn betra, við munum ekki brenna í sólinni. Rauðhærðir rokka!





8 comments:

Tóti said...

Góða ferð, mun lesa þetta daglega :)

Matta said...

Vits er þörf
þeim er víða ratar.
Dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr.

Góða skemmtun og góða ferð!! :)

Auður Ösp said...

Það er alveg eftir ykkur að vera stöðvuð strax í Leifsstöð með eitthvað jafn ólöglegt og sólarvörnn =)

Góða ferð!

E.s. Nanna biður að heilsa en hún er loksins hætt að leita árangurslaust að Danna!

Helena Lind said...

MEGA GÓÐA FERð elsku G.B.mín .... og passaðu uppá glæponinn hann bróður þinn :)
Mun fylgjast vel með ferðablogginu ykkar... og hver veit nema maður feti í fótsporin síðar .
Knúsáykkur :)

Unknown said...

Góða ferð og skemmtun! Fylgist með ykkur
Kveðja
Kristveig

Helga Húbertsdóttir said...

Gífurlega sátt með að þetta blogg sé lifnað við á ný, enda má ekki tæpara standa, það styttist nú í að árinu áður en þú verður þrítug ljúki.
Bíð spennt eftir nýjum myndum, sem ég gæti þá notað í tilvonandi partý-auglýsingum frá þér. ;)

Anonymous said...

Meira meira .....
þetta verður awesome hjá ykkur - njóttu í botn og ekki gera neitt venjulegt !
Hjördís

G.Fylkis. said...

kvitt. G.Fylkis.