Wednesday, October 31, 2007

Hvað er líkt með krókódíl?

Jæja, tíminn líður, tíminn bíður... Og engin ástæða til að láta sér leiðast! Það er ég svo sannarlega ekki að gera. Mér líkar mjög vel í nýju vinnunni og líður sérstaklega vel í nýju íbúðinni, og þess á milli reyni ég að finna mér eitt og annað til dundurs...

Um daginn skrapp ég í hina árlegu haustferð á Seyðis þar sem við systkinin skemmtum okkur ansi vel eins og okkur einum er lagið. Alltaf gott að heimsækja stóra bróður. Ég fékk alveg einstaklega frábært veður og fyrir ykkur Seyðfirðingana þarna úti þá er nú gaman að segja frá því að hann Jói Hansa er að klæða húsið sitt! Já svona er lífið, ekki endalaus blá hús. Ég ætlaði mér að taka mynd af herlegheitunum en auðvitað gleymdi ég því! Alveg agalegt...


Við systkinin gerðum okkur jeppaferð upp að Haugum, en þangað hafði ég aldrei komið áður. Bjólfur er klárlega komin á topp 5 lista yfir fjöll sem þurfa að klífast ekki seinna en í gær...



Æji já, þið vitið hvað mér finnst gaman að hoppa!



Í dag var ég svo í vinnunni, í mínum mestu makindum að borða húsréttinn (ristað brauð með smjöri og osti og heitt te ;) þegar vinnufélagi minn lítur allskyndilega upp úr Fréttablaðinu sínu, bendir á mig og segir: "HEY... Þú ert í Fréttablaðinu!" Detti mér allar dauðar. Ætli Tyra myndi segja að ég væri fierce?

Wednesday, October 17, 2007

Minningatröð

Dauð úr öllum bloggæðum? Held nú ekki... Stundum hefur maður bara ekkert að segja, fattiði. Ekki það að ekkert sé að gerast svosum, síðan ég bloggaði seinast er ég allavega búin að byrja í nýrri vinnu og flytja í Kópavoginn, jú svo átti ég víst afmæli þarna um daginn og fyrir ykkur sem ekki hafið sofið af áhyggjum þá er gaman að segja frá því að engin ástæða er til örvæntingar, ég fékk nýja myndavél í staðinn fyrir þá sem hlaut votan dauðdaga í Andorra. Hversu falleg uppfinning eru tryggingar?

Fyrst við erum að tala um myndir þá er líka gaman og jafnvel skemmtilegra að segja frá því að ég er komin með nýja myndasíðu! Hún er hér : http://www.flickr.com/photos/13576729@N04/ Það er alveg á planinu að pota þar inn nokkrum nýjum myndum en enn sem komið er er þar eingöngu að finna myndir sem fluttust af þeirri gömlu yfir á þá nýju. Ég er að vísu með hinar ýmsu pælingar á hinum ýmsu sviðum í gangi þessa dagana, um myndir og myndavélar, ferðalög, pílagríma og tilgang lífsins (er svarið bara 42 eða er eitthvað meira í gangi?). en þrátt fyrir það þá er ekki hægt að segja annað en að það sé gaman að kíkja á þessar myndir um leið og maður röltir niður "memory lane". Hver man t.d. ekki eftir þessri bátsferð? Besta bátsferði í heimi!



Já og þessi! Ég reyndar man voða lítið eftir þessu kvöldi, viðurkenni það fúslega enda mín fyrstu kynni af vodka jello en maður lifandi, ég bara veit það var gaman.


Og þessi...


Hehe já og þessi!



Skemmtilegt. Myndir eru skemmtilegar. Kíktu á síðuna og sjáðu hvort þér hrökkvi ekki bros...

Saturday, September 15, 2007

Una cerveza ehhhhh..... æji bara grande, faðirvor

Þá er ég snúin aftur heim eftir tveggja vikna dvöl á slóðum rauðvíns og ólífa. Og þvílík og önnur eins snilldarferð! Ekki er hægt að segja annað en hún hafi eiginilega heppnast fullkomlega í alla staði. Hæstvirtir ferðafélagar skemmtilegir með eindæmum og áfangastaðir fallegir og áhugaverðir. Hér er ferðin í máli og myndum, þó aðallega myndum;)



Við Sigga í góðum gír fyrsta daginn í Barcelona. Hattinn skrifa ég alfarið á Siggu enda allt henni að kenna að ég keypti hann. Engu að síður valsaði ég um alla Barcelona með hattinn, auðvitað vita allir að ef þú sért með hattinn þá ferðu örugglega í stuð;) Við Sigga gerðumst algjörir nördar, jæja ok meiri nördar en venjulega, og eyddum góðum tíma þennan dag í Barcelona í að skoða sjúkrahús sem við gengum fram á. Stórglæsilegar byggingar, aðeins fínna en Borgarspítalinn verð ég að segja ;) Við íhuguðum alvarlega að kíkja inn en hættum við, héldum kannski að yrði erfitt að þykjast eiga áríðandi og merkilegt erindi á sjúkrahúsið með stráhatt á höfðinu...

Þennan dag skoðuðum við líka Sagrada familia, ókláruðu kirkjuna hans Gaudi, og vorum eiginlega sammála um það að Gaudi bara hljóti að hafa verið á sveppum, svo mikil bilun er þetta. Seinna í ferðinni skoðaði ég líka Gaudi garðinn og fannst hann eiginlega ennþá magnaðri.



Við Edda vorum hoppandi glaðar að vera loksins, LOKSINS komnar til Spánar eftir margra mánaða tilhlökkun. Þarna erum við ekki langt frá hostelinu okkar fyrstu næturnar, sem var í alla staði mjög fyndið og skemmtilegt hostel.

Frá Barcelona héldum við norður til Pýreneafjallanna, nánar tiltekið Vall de Nuria, þar sem við öldum manninn í góðu yfirlæti næstu dagana. Þar vorum við á hosteli og eyddum dögunum í að ganga um fjöll og dali og kvöldunum í að drekka rauðvín og hlæja að matnum sem var á borðum það kvöldið. Seint hægt að segja að kokkurinn á hostelinu hafi ekki ríkt ímyndunarafl, aldrei áður hef ég séð neinn sjóða egg og skera það í helminga, skella yfir tómatsósu og nokkrum sveppum og kalla það svo kvöldmat! En við höfðum nú bara gaman af þessu öllu saman.



Sumir voru svo svangari en aðrir.



Við Marta á toppi Puigmal, hæsti tindurinn sem við fórum á, 2910 m. Ekki laust við að við höfum verið svolítið montin með þennan áfanga.


King of the world!

Umhverfið sem við gengum í var einu orði sagt stórkostlegt, og var hver dagurinn sem við gengum betri en sá næsti. Og ekki laust við að manni hafi hitnað aðeins í hamsi við púlið og hitann stundum.



Í Vall de Nuria skiptist svo litla föruneytið okkar upp. Sumir fóru heim, aðrir fóru á Costa Brava og Marta, jah, hvert var það eiginlega sem Marta fór? Ég hins vegar var ásamt Karitas og Karólínu í góðu yfirlæti í Andorra þar sem við versluðum allt of mikið og skemmtum okkur hið besta í þessu annars ágæta smáríki. Þar náði ég aðeins að þvælast um fjöllin líka en þykir mér leitt að greina frá því að þar gaf myndavélin mín góða upp öndina (grátur og gnístan tanna). Því lýkur hér ferðasögu í myndum og náði brölt mitt um fjöllin í Andorra og einstaki dagurinn okkar í Montserrat ekki að skrá sig á spjöld sögunnar með myndrænum hætti. Montserrat var í einu orði sagt algjör snilld, ótrúlega magnaður staður en sagan af því verður eiginlega að bíða betri tíma.

Næstmikilvægasta uppgötvunin sem ég gerði um sjálfa mig í þessari reisu var að vá, rosalega er ég slök í tungumálum sem eru ekki íslenska eða enska! Ég lenti í mörgum skondnum uppákomum, gleymdi t.d. iðulega hvernig á að segja lítill og þurfti því bara að panta stóran bjór og hinir ýmsu réttir rötuðu á diskinn minn þegar ég þóttist eitthvað vita eða reyndi að segja á spænsku, ber þar helst að nefna heilsteiktan gullfisk, baunasalat með túnfiski og ekki má svo gleyma grænu pizzunni, hún var mjög áhugaverð.

Einstaklega skemmtileg ferð og hápunktur sérlega skemmtilegs sumars. Nú tekur svo bara næsti kafli við...

Friday, August 31, 2007

Krossgötur

Ég var að koma heim úr vinnunni. Sem er svosum ekkert frásögu færandi, annað en það að vaktin í kvöld var mín síðasta vakt á 11G. Svo ég vitni nú í frægan sjónvarpsþátt: "It´s the end of an era!" Vissulega er ég gríðarlega spennt fyrir því sem koma skal en það er nú samt alltaf erfitt að kveðja. Ég er búin að vinna á 11G í tæp 3 og hálft ár! Ótrúlega er þetta fljótt að líða. Þarna var eiginlega mín útungarstöð og þarna steig ég mín fyrstu skref sem hjúkrunarfræðingur. Þarna komst ég líka fyrst í kynni við fjallabrölt og þarna kynntist ég mörgu besta fólki sem ég hef kynnst. Já, það má eiginlega segja að þarna hafi hjúkrunarfræðingurinn Guðrún Lísbet verið alin upp og stundum held ég líka að þær séu nú svolítið montnar af mér, er það ekki annars?

En allir góðir hlutir þurfa einhvern tímann að enda og nú er kominn tími fyrir mig að láta aðeins reyna á vængina mína. Af þessu tilefni þykir mér þó tilvalið að sýna nokkrar myndir frá störfum mínum á blóðsjúkdómadeildinni.



Ahh... þarna erum við Helga í góðum gír á morgunvakt í miðri viku. Án efa í miklum pælingum er varða mikilvæg málefni. Þess má til gamans geta að ég hef eiginlega ekki unnið Helgu-laus frá því ég var fyrsta árs hjúkkunemi en nú þegar Helga er stungin af norður yfir heiðar virðist svo sem ég neyðist til þess. Hvernig fer ég að?



Þarna sjáum við Mörtu og Eddu í miklum ham, greinilega nýloknar við að koma deildinni í ró og við það að slökkva ljósin fyrir nóttina. Já, stundum er erfitt líf að vinna á 11G.



Eins og glöggir hafa efalaust gert sér grein fyrir ber hér á að líta einn af sérfræðingum deildarinnar og aðstoðarlækni að störfum sínum, greinilega í undirbúningi fyrir afar mikilvæga beinmergsástungu.



Nei obbosí, hér höfum við hins vegar anda ókominna jóla. Eins leiðinlegt og það er að yfirgefa strumpana mína á 11G, þá kemur mér nú varla til með að leiðast með þennan kappa mér við hlið. Hmmm... ég vona að hann vilji ennþá vera vinur minn, þótt ég hafi sett mynd á honum með Púmibol svipinn og bómull bak við eyrun á netið:)

En allavega, á morgun held ég á vit ævintýranna í Pýreneafjöllunum, ef tveggja vikna ferð á Spáni er ekki skrambi gott kveðjupartí þá veit ég ekki hvað. Nú myndi ég segja bless á spænsku ef ég kynni það...

Tuesday, August 28, 2007

Höldum hringinn nú... hehe....

Jæja, ég var víst búin að lofa ferðasögu hérna og múgurinn eitthvað farinn að kvarta undan iðjulausi bloggi og óviðeigandi fyrirsögnum. Bara svona svo allir viti þá er ég mikill aðdáðandi Klaufanna og fékk sko alls ekki ógeð á því ágæta bandi í hringferðinni miklu, ónei. Ég held því ótrauð áfram að plögga þá skammarlaust og ég veit auðvitað að innst í hjartanu þykir öllum vænt um Klaufana, taki þeir til sín sem eiga ;)

En aftur að mér, það flaug mér til hugar að eiginlega verð ég að klára eina ferðasögu áður en ég get byrjað á annarri, og þar sem ég flýg á vit ævintýranna í Pýreneafjöllunum á föstudag er ég nú eiginlega komin á síðasta sjéns. Í ævintýri ágústmánaðar lá leiðin í Lónsöræfin í ofurmanna-og kvenna ferð á vegum starfsmannaráðs Landspítalans. Ferðalangar voru ég og Edda sjúkraliði af 11G, Gréta formaður starfsmannaráðs og Páll burðarmaður hennar, Guðrún hjúkka af gæsludeildinni og Sigurbergur svæfingalæknir, Brynja og Ásta úr sjúkraþjálfun, Bjarni úr launadeildinni, Steinunn og Birgitta sem eru lífeindafræðingar hjá íslenskri erfðagreiningu og Helgi, maður Steinunnar, og Ásta og Erna hjúkkur af bæklun. Fararstjóri var Auður og með í för var einnig Páll, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins. Ansi fjölbreyttur hópum úr öllum hornum spítalans semsagt.



Við lögðum upp frá Stafafelli að morgni mánudags og vorum komin aftur þangað á föstudagseftirmiðdegi, en það sem fram fór þar á milli, jah, what happens in Lónsöræfi stays in Lónsöræfi, er það ekki? Við áttum einstaklega góða ferð og rötuðum í hin ýmsu ævintýri. Ansi gaman að segja frá því að nú hef ég gist ekki bara eina nótt heldur tvær nætur í gámi (ég veit hvað þið hugsið, og nei, við villtumst ekki á Kárahnjúka), tekið of stóran skammt af Swiss-miss (leiðir okkar munu skilja í bili), kynnst kamri sem nefnist Mordor og svei mér þá, ég held ég hafi sjaldan hlegið jafn mikið á 5 dögum enda ferðafélagarnir með eindæmum skemmtilegir.



Öll vorum við sammála um það að þema ferðarinnar væri "rok", enda ekki hjá því komist, eins og Kári vindur blés mikið á okkur. Ég er alveg á því að mér hefði aldrei dottið til hugar að keyra Kjalarnesið í öðrum eins blæstri en þarna vorum við að pufast á fjöllum með vindinn í fangið eins og algjörir bavíanar. Auðvitað er ekki í lagi með mann.



Þriðja daginn var svo hvasst að fólk þurfti að leiðast til þess eins að takast ekki á loft, fólk féll á hné sér, einn Páll-inn tókst á loft og hinn pissaði framan í sig. Þar að auki eru flestar myndirnar mínar frekar hreyfðar, enda ekki bjóðandi í það fyrir svona áhugamann eins og mig að taka myndir í þessum aðstæðum.



Afskaplega hressandi reynsla þar á ferð, að berjast svona við náttúruöflin og Lónsöræfin eru með eindæmum fallegt svæði. Tröllakrókar, sem sjást á myndinni hér fyrir ofan, held ég að hafi að öllu öðru ólöstuðu verið stórbrotnastir. Og auðvitað skánaði veðrið til muna seinasta daginn og sólin skein eins og hún hefði bara aldrei gert neitt annað. o jæja, það verður bara betra veður næst.



Ég bíð svo bara spennt eftir því að Gréta æðstistrumpur boði til myndakvölds eins og hún er búin að lofa, en aðstæður leiddu til eins sem leiddi til annars, sem svo leiddi til þess að ég hef gefið drengskaparloforð upp á það að ég flytji ljóðið "Fjallganga" eftir Tómas Guðmundsson á þessu myndakvöldi, og það vopnuð höfuðljósinu mínu góða. Ef þessir vitleysingar hefðu einhvern tímann eytt nóttinni í indverskri eyðimörk eða verið með úrilla herbergisfélaga á farfuglaheimilum vítt og dreift um heiminn hefðu þau örugglega ekki gert grín af höfuðljósinu fína, en greinilega hafa þau ekki lent í slíkum aðstæðum. Meira af því síðar...

Af öðru að segja í lífi mínu þá ligg ég heima í flensu, og er eiginlega mjög upptekin við að að hósta, hnerra og snýta mér, milli þess sem ég er á bömmer yfir því að vera lasin svona síðustu dagana í vinnunni og vorkenni mér yfir því hvað ég eigi nú bágt. Maður hefði nú haldið að 3 ár meðal krabbameinssjúklinga hefði kennt manni eitthvað en nei, aum flensa og ég á bara voða bágt. Ég var nú samt heldur betur nöppuð í gær þegar birtist mynd af mér á mbl.is, ussuss...



Þarna er ég í grárri peysu fyrir framan slökkvibílinn, frægðarsól mín rís greinilega á frekar óheppilegum tíma. En hey, flensa eða engin flensa, maður hleypur nú til þegar maður verður var við svartan reyk frá vinnustað föður síns, bara svona til að gá hvort sé ekki í lagi með kallinn...

Saturday, July 21, 2007

Höldum hringinn nú...

Jæja þá er ég snúin aftur á suð-vestur hornið eftir ævintýraferð mikla. Leiðin lá hringinn í kringum landið okkar góða og förunautar voru vaskir félagar úr stétt hjúkrunarfræðinga. Einhver gæti nú sagt að það að troða fimm hjúkkum með allt sitt hafurtask í einn lítinn toyota rav4 gæti nú ekki klikkað, og já, það væri svo sannarlega satt hjá viðkomandi. Þetta var í mörgum orðum sagt alveg sérdeilis prýðileg ferð og vel heppnuð í alla staði. Veðrið lék við okkur meira og minna allan tímann og urðu á vegi okkar öndvegisstaðir og enn betra fólk.

Við byrjuðum sunnan megin, með fyrsta stopp á hnakkaútungarstöðinni Selfossi þar sem gæðablóðið Viktoría slóst í förina, og héldum sem leið lá í dýrindis hádegismat í Egilsstaðakoti, þar sem hún Guðbjörg sleit barnsskónum. Mikil tilhlökkun var í þennan dagskrárlið hjá leiðangursfólki, og hvað einna helst að hitta þar fyrir ömmu Guðbjargar en hún er vel þekkt meðal vinanna fyrir að eiga ráð undir rifi hverju, ansi gaman að fá þar andlit á bak við allar sögurnar.

Fyrstu nóttina áðum við í Skaftafelli þar sem tjaldið okkar fína, sem hlaut nafnið Skúli steypireyður hlaut frumraun sína í íslenskum aðstæðum.



Þarna er á að líta okkur ferðalanganna ásamt honum Skúla í Skaftafelli. Eins og glöggt má sjá er hann Skúli okkar á stærð við meðal-steypireyð og því lá beinast við að hann hlyti nafnbót sem hæfði upprunanum.

Úr Skaftafelli brunuðum við áleiðis austur á land og áttum þar ansi góða daga. Við tjölduðum m.a. í Atlavík, sóttum heim hana Önnu Birnu bekkjarsystur okkar sem var við störf á Kárahnjúkum, lentum í dýrindisveislu hjá familíunni á Seyðisfirði og áttum góðar stundir í bústaði afa og ömmu í Hjallaskógi, þar sem hún Helga bættist í hópinn eina nótt.

Frá austurlandi héldum við áleiðis norður í átt að Ásbyrgi, með viðkomu hjá Dettifossi, sem er bara alveg jafn skítugur og seinast þegar ég kom þangað!



Þarna er Viktoría með "skjalatöskuna" svokölluðu, kjarakaup sem hún mamma gerði í Góða Hirðinum og kom svo sannarlega að góðum notum. Við Dettifoss var að sjálfsögðu allt morandi í útlendingum en við létum okkur nú samt hafa það að borða flatkökur og kókómjólk innan um skarann...

Í Ásbyrgi áttum við svo yndislegar stundir í algjörri bongóblíðu. Það er bara alltaf eitthvað við Ásbyrgi er það ekki? Alltaf gott að koma þangað, eins og glöggt má sjá...



Úr Ásbyrgi héldum við svo á Blönduós, þar sem hún Viktoría hefur alið manninn undanfarið ár, og vorum þar seinustu nóttina, áður en brunað var aftur í bæinn.



Alveg einstaklega vel heppnuð ferð hér á ferð, takk fyrir mig kæru ferðafélagar!

Monday, July 02, 2007

Frumleiki í fyrirrúmi

Í dag er ég afar montin af því sem ég kýs að kalla frumleika í starfi. Í dag dansaði ég ballet á grasþakinu á Landspítalanum. Og að sjálfsögðu kýs ég að kalla það hjúkrunarmeðferð. Allavega get ég ekki kallað það vitleysisgang því að sjálfsögðu fíflast ég ekki í vinnunni;) Engin ástæða til að panika, ég gætti varúðarráðstafana til hins ítrasta. Ég poppaði fyrir áhorfendur (las ég ekki einhvers staðar að áhorf á viðvanings balletdans á grasi í sólskini geti valdið hyponatremiu?), hafði sjúkraliða mér til halds og trausts og var með akút-teymið á standby (skyldi svo ólíklega fara að einhver skyldi kafna úr hlátri). Þetta vakti allavega gríðarlega lukku meðal ætlaðra áhorfenda minna, sem og sjúklinga og starfsfólks sem sátu á svölunum á hæðunum fyrir ofan. Orðið á götunni er þó að Regína sjúkraliði, vinnufélagi minn og hinn meðlimurinn í Fílaballettsveit 11G hafi orðið samlit vinnutreyjunni sinni (undarlega óskilgreindur litur sem ég kýs að kalla dumbrauðlaxableikur) en aðrar aukaverkanir af þessari meðferð eru enn sem komið er ekki teljandi og hvet ég eindregið til aukinnar notkunar. Sýnikennsla er að sjálfsögðu ekki úr myndinni, varla þarf ég að nefna að við Regína erum mjög tígullegar...



Saturday, June 16, 2007

Hvar er fangelsið?

Ég held að orðið lykill sé það orð sem ég kann á flestum tungumálum, án þess að ég kunni á því nokkra skýringu. Key, nyckel, nogler, schlussel o.s.frv.(kann að segja sko, tek ekki við ábendingum um mögulegar eða ómögulegar stafsetningavillur). Er það þá af einskærri tilviljun að ég skuli hafa týnt lyklunum af hondunni góðu í för ofurhetjanna af 11G á Móskarðshnjúka? Ég held ekki...

En komm on, þetta var nú ekki svo slæmt. Það er nú hreint ekki eins og ég hafi rótað og rótað í bakpokanum mínum, og fengið ferðafélaga til að gera hið sama án árangurs. Eða að löggu-maðurinn hennar Eddu hafi verið ræstur út og fenginn til að brjótast inn í bílinn, skyldi svo vera að ég hafi "gleymt" þeim í skottinu. Eða að Særún og Márus hafi verið ræst út frá Skaganum til að hitta mig á Kjalarnesinu með aukasett af lyklum því að hinir bara fundust ekki. Eða að Edda hafi keyrt mig á Kjalarnesið með bílveika hundinn sinn, til þess að hitta fyrrnefnd skötuhjú með aukalykla. Hvað þá að mamma hafi svo fundið lyklana, sem reyndust svo vera í bakpokanum eftir allt saman. Ooo nei...



En ég fór þó allavega á eitt stykki Móskarðshnjúk! Næsta verkefni verður væntanlega að læra að segja "bjáni" á fleiri tungumálum en ég kann að segja "lyklar"...

Sunday, June 10, 2007

Greifinn af Karabas

Var ekki einhver sem sagði að vinir væru sementið sem héldi heiminum saman? Ég held það. Í dag hef ég verið mikið að íhuga hver sé vinur minn og hver ekki og þetta var niðurstaðan:

Vinur: Klárlega Ágústa fyrir sérdeilis prýðilegan afmælisfagnað í gærkvöldi, Marta fyrir bæði að hýsa sófann minn góða og leyfa mér regluleg afnot af honum, Landspítalinn fyrir alkaseltser og þynnkukaffi (gæði þó umdeilanleg), þynnkumatur og kóladrykkir, Singstar (hef ekki sungið í karokí síðan Jolene var og hét þarna um árið en svo virðist sem ég sé algjört undrabarn í Singstar).

Ekki vinur: Nælonsokkar, krakkar í körfubolta á Sporðagrunninun (mun klárlega finna þá í fjöru), vatnsheldi ofurmaskarinn sem engin leið er að ná af, Létt-Bylgjan 96,7 fyrir óeðlilega hrifningu á Eurovision lögum (sumt er nú bara ekki fólki bjóðandi í sunnudagsþynnku).

Á gráu svæði: Vodka Jell-O (mmmmm nammi gott en ekki án afleiðinga), sænskur cider (aftur, nammi gott en afleiðingar.. úff)

Gamall vinur skaut einnig upp kollinum í dag, enginn annar en greifinn af Karabas! Hver man eftir greifanum af Karabas? Sunnudagsheilabrot vikunnar og plús í kladdann fyrir þann sem getur borið kennsl á kauða...

Monday, May 14, 2007

Hinn fullkomni mánudagur

Það góða við að vera í vaktavinnu er hiklaust frídagar á virkum dögum. Sérstaklega ef virkir dagar eru sólríkir og fallegir eins og dagurinn í dag er, og sééérstaklega ef virkir dagar eru mánudagar og þú ert í fríi. Það er bara eitthvað við mánudaga er það ekki? Stundum er mér alveg sama þótt ég þurfi að vinna um helgar þegar aðrir eru í fríi, ég fæ þá allavega stundum frí þegar allir aðrir eru að vinna.

Dagurinn í dag var einmitt svona dagur. Það er jú mánudagur og ég var að vinna alla helgina þannig að í dag átti ég frí. Ég svaf út og það vel og lengi, ég held svei mér þá að maður sofi extra vel á mánudagsmorgnum, sérstaklega ef það er fram á hádegi eða svo ;)

Veðrið í dag var bara sérdeilis prýðilegt og var pabbi svo góður að skutla mér upp í Akrafjall eftir hádegismat, þar sem hófst formlega undirbúningur undir Spánargönguna ógurlega sem farin verður í september ásamt göngugörpum af 11G. Enda ekki seinna vænna. Ég skrölti allavega upp á Háahnjúk á skítsæmilegum tíma án þess að fara mér að voða og stóð sæmilega vel í lappirnar þegar ég var komin niður. Svo er það bara áfram gakk í allt sumar...

Márus er líka svona vaktavinnufólk og var hann svo vænn að sækja mig í fjallið. Ég var kannski ofurhetja í dag að labba á Akrafjallið en ekki svo mikil ofurhetja að ég nennti að labba heim. Márus var líka svo ágætur að bjóða mér á rúntinn! Svei mér þá, ég man ekki hvenær ég rúntaði síðast á Akranesi en það er alveg örugglega frekar langt síðan. Við allavega rúntuðum um heilt hverfi sem ég hef hvorki komið í áður né hef tekið eftir að á annað borð væri til, þannig að þetta var bæði fræðandi og skemmtilegur rúntur enda hann Márus þekktur fyrir allt annað en að vera leiðinlegur, er það ekki annars?

Við Márus létum ekki staðar numið við rúntinn einan saman, ó nei, enda getur sumardagur á Íslandi verið skrambi langur. Við Márus fórum út að leika! Á meðan Særún gerði fullorðinsdót eins og að setja í þvottavél og brjóta saman þvottinn (hún vinnur dagvinnu sko ;) þá vorum við Márus úti að leika í fótbolta og að hoppa á trampolíninu. Við leyfðum reyndar Bjarti og vini hans að vera með líka og Særún slóst í leikinn seinna og gaman að segja frá því að hún varði eins og berserkur í markinu á ögurstundu. Ég reyndar tapaði en það var geðveikt gaman og ég skil ekki fyrir mitt litla líf af hverju ég hætti að leika úti. Ég ætla þó að fara að stunda þetta af kappi og reynist ég vera algjört undrabarn á trampólíninu, þótt ég segi sjálf frá. Það skemmdi þó óneitanlega stemninguna þegar ég tók eftir tollinum sem allar skriðtæklingarnar tóku af gallabuxunum mínum, ég var komin með grasgrænu í buxurnur! Obbobbobb, mamma verður brjáluð! Hún sagði að ég mætti fara út að leika en ég mátti samt ekki skíta mig út...


Við systkinin í barnæsku. Ég sem Rauðhetta og ég fæ ekki betur séð en hann bróðir minn sé í gervi skerfara. Þarna var ég nú ung og saklaus. Nú er ég auðvitað bara saklaus ;)

Mánudaginn fullkomna endaði ég svo enn og aftur hjá Særúnu og Márusi í litla græna húsinu á Krókatúninu, þar sem að þessu sinni var boðið upp á prýðisgóðan eftirrétt. Það voru kannski ekki grillaðir bananar með súkkulaðifyllingu eins og þeir gera það á Flórída, ekki alveg en þó næstum því. Bananaís með súkkulaðisósu, er það ekki bara næsti bær?

Thursday, May 10, 2007

Heima

Jæja gott fólk, þá er ég mætt aftur á klakann og það heilu höldnu. Ég kom heim á þriðjudaginn og fékk þær gleðifréttir í dag að ég er EKKI með MÓSA (jei) og á morgun tekur því grámyglulegur hversdagsleikinn við, já ég þarf víst að mæta í vinnuna!

Endahnykkur reisunnar miklu gekk svona líka prýðisvel og áttum við litla föruneytið síðustu mómentin saman í Chicago, og höfðum mikikð gaman af. Steinþór nokkur Níelsson gerði án efa kaup ferðarinnar, átti bæði fyrsta og annað sætið í þeirri keppni, en það liggur þó enn fyrir nefnd hvort hafi verið á undan, reiðhjólið eða sombrero-hatturinn frá Mexíkó. Ég er allavega nokkuð viss um að ekki hafi verið sjón að sjá okkur dröslast í gegnum miðbæ Chicago í leit að neðarjarðarlest eða á O´Hare flugvellinum. Við vorum að sjálfsögðu öll með dyggu bakpokana okkar á bakinu og við Steinþór með annan lítinn framan á okkur og héldum á hjólinu hans Steinþórs okkar á milli. Því var nú vel pakkað inn og var kassinn bara 1,5 m á lengd, ansi nett fannst mér. Rósa greyið var svo klyfjuð með bæði sínum handfarangri (sem innihélt m.a. kaup ferðarinnar nr.3-13) og handfarangri Steinþórs. Allar hendur voru að sjálfsögðu fullar þegar þarna var komið við sögu og því var sombreronum plantað á höfuðið á mér. Og svo marseruðum við...


Sjálfsmynd inni í "bauninni" í Chicago

Það er hreinlega eitthvað ljóðrænt við það að seinasta flugið til að fullkomna hringinn í kringum jörðina hafi verið með Air India, og er það besta sem ég get sagt um þá flugferð að flugvélarnar þeirra eru mjög psychadellic, innan sem utan. Svo var hún auðvitað full af Indverjum, svona fer maður greinilega alltaf bara í hringi í lífinu...

Í Englandi átti ég stutt en gott stopp og hitti rjómann af liðinu þar. Sömuleiðis snapaði ég mér heimboð til Suður-Afríku árið 2010, ekki svo amalegt...

Þannig hefur víst reisan mikla runnið sitt skeið, og svei mér þá ég veit ekki hvað tekur við næst. Einhverjar hugmyndir? Í upphafi ferðar gerði ég kort af löndunum sem ég hafði þá heimsótt og það er ekki fjarri lagi að endurtaka leikinn núna.



create your own visited country map
or check our Venice travel guide

Svona lítur þetta semsagt út í dag. Löndin sem ég hef heimsótt á undanförnum 4 mánuðum eru samsagt England, Danmörk, Þýskaland, Írland, Indland, Nepal, Malasía, Singapúr, Ástralía, Fiji, Bandaríkin og svo England aftur. Ágætis hringur. Reisa sem slíks þarfnast nú eiginlega almennilegs uppgjörs en ég eiginlega nenni því ekki núna og set nokkrar myndir í staðinn. Segja myndir hvort eð er ekki meira en 1000 orð?


Horft á sólarupprásina eftir nótt undir stjörnunum í eyðimörkinni í Indlandi


Obbobbobb, hvað höfum við hér? Famous landmarks...



Eftir langan dag á göngu um Himalaya fjöllin. Þetta var sko alveg málið, einn af hápunktunum ef ekki sá hæsti...



Rósa við sólarupprás í Chitwan þjóðgerðinum í Nepal.



Pestar- og pöddubælið Malasía. Lungnabólga í hámarki þarna, voða gaman...



Famous landmarks, part II


Hliðarspor Steinþórs í Los Angeles. Ætli Rósa viti af þessu?


Evert í hringstiganum í frægasta vita Daytona. Eða bara frægasta í Flórída held ég. Já bara heiminum öllum, frægasti viti í heiminum...

Wednesday, May 02, 2007

I´m in Florida, you´re not

Já hér er ég í sólskinsríkinu Flórída af öllum stöðum. Dagurinn endalausi sá 24.apríl rann sitt skeið og það mjög ljúflega, og áttum við ágætistíma í Los Angeles, þar sem við gistum hjá Eyrúnu vinkonu Rósu. Eyrún hlýtur þann ágæta heiður að vera fyrsti Íslendingurinn sem við hittum frá því að ég held þegar við borðuðum spaghetti bolognese hjá Nínu frænku í febrúar og satt að segja var frekar skrítið að heyra einhvern annan tala íslensku, ég er orðin vön því að enginn tali íslensku nema ég, Steinþór og Rósa.

Ég stoppaði bara eina nótt í Los Angeles, áður en ég skildi við mína annars ágætu ferðafélaga og hélt áleiðis til Flórída. Á flugvellinum í Tampa hitti ég fyrir hann Óla frænda minn og Lólu spússu hans, en þau eru svokallaðir snjófuglar (snowbirds upp á góða útlensku), þau búa hér í Flórída á veturna en í Kanada á sumrin. Það var alveg einstaklega skemmtilegt að hitta á þau skötuhjú og var að sjálfsögðu dekrað við mig og er ég gjörspillt eftir þessa stuttu heimsókn. Óli frændi fór með mig í Wal-Mart, ekki til að versla heldur bara til að upplifa ósköpin, og við fórum út að borða á all-you-can-eat hlaðborð og aldrei hef ég upplifað annað eins! Jeremías segi ég bara...

Nú er ég stödd á Daytona beach þar sem Evert er sóttur heim. Hér geisumst við um á vespunni hans með vindinn í hárinu... eehhhh... hjálminum, og erum búin að bralla ýmislegt og rata í hin skemmtilegustu ævintýri eins og okkur einum er lagið. Það allra merkilegasta sem ég hef séð hérna held ég að hljóti að vera súkkulaðihúðuðu kartöfluflögurnar sem við sáum í súkkulaðiverksmiðjunni sem við heimsóttum. Það sem þessum Bandaríkjamönnum dettur ekki í hug, hvað gætum við mögulega gert sem er óhollara en nammi og snakk? Það hlýtur jú að vera nammihúðað snakk... Evert býr svo vel að hafa aðgang að bæði sundlaug, heitum potti og útigrilli og hefur þetta að sjálfsögðu verið nýtt hið ítrasta.

Á morgun fer ég til Chicago og þaðan flýg ég til Englands þann 5.maí, þannig að ekki er laust við að sé farið að styttast í annan endann á reisunni miklu. Annars er ég búin að hafa það skrambi gott hér í Ameríkunni og eru þessir kanar bara hið ágætisfólk. Hér eru allir agalega vingjarnlegir og spjalla út í hið óendanlega, og hef ég átt hin athyglisverðustu samtöl við hið ólíklegasta fólk. Ekkert nema gaman að því...

Here I am in the sunshine state of Florida, of all places. The endless day, the 24th of may passed smoothly and we had a very good time in Los Angeles, where we stayed with Rósa´s friend Eyrún. Eyrún was actually the first Icelander we´ve met since the night we had spaghetti bolognese with my aunt Nina in Cambridge and that was in February, and it did feel a bit strange to hear someone else speak Icelandic. Quite frankly I had grown used to the fact that noone speaks Icelandic other than myself, Rósa and Steinþór.

I only stopped in Los Angeles for one night, before I parted with my travel companions and headed out to Florida. In Tampa Airport I was greeted by my uncle Óli and aunt Lola, snowbirds who live here in Florida during the cold Canadian winter (can´t say I blame them ;). It was really great seeing them and they spoiled me rotten during my way too short visit (I promise, I´ll stay longer the next time round). Óli took me to Wal-mart, just to experince the craziness, and we ate at an all-you-can-eat buffet. I have never in my life seen anything like it, something you just have to see to believe. Needless to say we came out several kilos heavier than we did going in, how could you not just eat?

Now I´m in Daytona Beach, staying with my friend Evert. Here we wiz around on his scooter with the wind in our hair and have had alot of fun, he has a great nose for adventures. The most remarkable thing that I´ve seen here would surely be the chocolate-covered crisps. The things that americans come up with, oh boy... Evert has access to a swimming pool, a hot pot and a barbeque and we have of course used it exessively.

Tomorrow I fly to Chicago and from there I will fly to England on the 5th of may, so it seems that my trip is getting shorter by the day and will be all over soon. I´ve had a very good time here in USA and I find these yanks to be pretty interesting. Everyone is very friendly and always up for a chat, and I´ve had the most interesting conversations with the most unlikely people. Good times...

Tuesday, April 24, 2007

Groundhog day

Thad er nu gaman ad segja enn og aftur fra thvi ad eg er enn a lifi, og thad i Fiji. Their eru vist longu bunir ad gefa mannaat upp a batinn herna, en eg er tho buin ad kaupa mer mannaetugaffal, bara svona til oryggis ef mer bydst god steik!

Vid oldum manninn her a Fiji adallega a eyjunni Tavewa, um 4 tima sigling fra hofudborginni Nadi, og nutum okkar i solinni og sandinum. Vid fengum reyndar leidindavedur einn daginn, var eins og madur vaeri lentur a Langanesinu thegar madur leit ut um gluggann a skalanum sem vid gistum i, hellirigning og thungbuid...

Thetta var saemilega frumstaett allt saman og satt ad segja var eg komin i godan sumarbudafiling, tharna atti madur ad maeta i mat a rettum tima, thad var sungid og dansad eftir matinn og gist i kojum undir moskitonetum. Eg skodadi mjog svala nedansjavarhella, snorkladi og spokadi mig meira ad segja med hofdingjanum i thorpinu (hann reyndi heldur ekki ad borda mig).

I kvold fljugum vid til svo til Los Angeles, og thvi yfir daglinuna svokolludu, thannig ad dagurinn i dag, 24.april, er eiginlega dagurinn endalausi! Vid yfirgefum Fiji kl.22 og lendum samdaegurs a hadegi. Skondinn thessi timi, nuna er eg a Fiji en a thessum tima a morgun sem samt er eiginlega i dag verd eg i Bandarikjunum, hmmmm.... Vid erum ad ihuga ad gera e-d villt og galid eins og ad raena banka thvi ad vid eigum hvort ed er eftir ad upplifa thennan dag aftur og tha getum vid verid fyrirmyndarborgarar, eins og vid erum ad sjalfsogdu venjulega...

Yet and again, I'm still alive and very much kicking, and that being in Fiji. Apparantly they've given up cannibalism years ago, although I've invested in a cannibalism fork, just in case I'll be offered a good steak!

We've spent most of our time here in Fiji on the island Tavewa, about 4 hours sailing from the capital Nadi, and just enjoyed ourselves in the sun and sand. We did get pretty nasty weather one day, rain and wind, and felt just like home! Grey skies and pouring down, can't beat the feeling...

The place was pretty primitive and I felt like I was away at summer camp. We slept in dorms and punctuality was vital if you wanted to eat, and there was dancing and singing after every meal. I went on a really cool lime stone cave trip, snorkled and even met the chief of the village (he didn't attempt to eat me;)

Tonight we fly to Los Angeles, across the date-line, so we'll experience the 24th of april not only once but twice. We'll leave Fiji at 10 pm and arrive in Los Angeles, same day at 1 pm. This time-business is very funny, now I'm in Fiji but at the same time tomorrow, which aactually is really today, I'll be in USA, hmmm... We're considering doing something wild and crazy like robbing a bank, because we'll experience this day again tomorrow and then we'll behave like the model citizens we really are...

Saturday, April 07, 2007

Update

Jaeja, aetli se ekki kominn timi a eins og eina faerslu herna. Ymislegt hefur gengid a sidan sidast, eg er buin ad slappa af og berjast vid ofurkongulaer a litilli eyju i Malasiu (Arachnophobia og John Goodman my ass, hefdud att ad sja skrimslid sem eg maetti a badherbergisgolfinu minu einn daginn), buin ad lifa lifinu i Singapore og nu el eg manninn undir nidri i Astraliu.

Singapore var alveg frabaert, thad er alveg naest uppahalds a eftir Nepal hingad til. Eg hef hingad til ekki litid a mig sem mikla borgarmanneskju en i Singapore var eg sko alveg ad fila mig (kannski svo fegin ad sleppa fra kongulonum i Malasiu, missti alveg kulid). Mjog notaleg borg, alls ekki stor og hitti eg thar fyrir skemmtilegt folk, sem er audvitad alltaf gaman.

Astralia, hvad get eg sagt? Allt sem eg bjost vid, gott vedur, sterk sol, vingjarnlegt folk og mikid af bakpokaferdalongum. Her erum vid buin ad vera i nokkra daga, fyrst i Brisbane og nu i Port Macquaere, eda hvernig svo sem madur stafar thad, sem er mitt a milli Sydney og Brisbane. A morgun tokum vid svo rutu til Sydney. Eg veit ekki hvad thad er, vissulega er eg enntha ad vinna i thvi ad rifa mig upp ur thessari ogedis lungnabolgu og er enn half sloj, en thessir dagar eru bunir ad lida i halfgerdri modu og held eg hreinlega ad thetta se algjort spennufall eftir Asiu-aevintyrid. I Asiu var hreinlega svo mikid areiti ad madur hugsadi ekki um neitt annad, og thad ad fara til Astraliu var alltaf svo agalega langt i burtu ad manni datt hreinlega ekki i hug ad sa dagur myndi nokkurn timann koma...

En her er mjog gott ad vera og vid buin ad bralla ymislegt, forum i vatnsrennibrautagard sem var bara stud og nuna rett adan var eg i koalabjarna-spitala. Ansi magnad ad berja thessi dyr augum, eru nu minni en eg hafdi gert mer grein fyrir. Eg er komin svo vel inn i lifid i Astraliu ad eg er meira ad segja buin ad testa heilbrigdiskerfid theirra! Eg hef ekki hug a thvi ad gera thetta ad vana minum i hverju landi en thegar neydin ber ad dyrum... Eg vard svo lansom ad fa annadhvort chili eda pipar i augad a hostelinu okkar i Brisbane, og madur lifandi hvad thad sveid! Helt ad augad aetladi hreinlega ad poppa ut, og gat vist litid annad en latid kikja a thetta (og vissi audvitad af yndislegu staddeyfidropunum sem laeknar luma a, o undur vestraennar laeknisfraedi tekur engan enda;). Thetta jafnadi sig nu fljotlega og vona eg ad thetta marki enda a ofarir minar i thetta sinn.

Annars oska eg vinum og vandamonnum naer og fjaer gledilegra paska og vona ad thid hafid thad oll gott. Eg aetla allavega ad gera thad. I dag er akkurat manudur i vaentanlega heimkomu, hefur mottokunefndin hafid storf? Er thad Smaralindin eda hvad? Eg hlakka allavega til ad sja ykkur...


Hello all, it's been a while and a lot's been going on. Since my last entry I've relaxed and battled giant spiders on a small Malaysian island (Arachnophobia and John Goodman my ass, you should have seen the monster I that i found on my bathroom floor one day), lived life Singapore style and currently I'm "down under" in Australia.

Singapore was great, in fact my second favourite next to Nepal so far. I've never considered myself to be much of a city person but Singapore I really liked (maybe in part because of the escape from those malaysian beasts of spiders, I really lost my cool there). It's a very nice city, doesn't feel so big and I met very nice people there, which is always fun.

And Australia, what can I say? Everything I expected, nice weather, strong sun, friendly people and lots and lots of fellow backpackers. So far, we've spent a few days in Brisbane and are now in a small town called Port Macquaere, or however you spell that, which is middle way between Sydney and Brisbane. Tomorrow we will take a bus to Sydney. The days have gone by in a bit of a haze, Asia was such a shock to the system, quite frankly we weren't sure we'd make it all the way here, but we've kept ourselves busy. We went to a watertheme park, always good fun, and today I went to a koala hospital. Magnificent creatures and wonderful to see them so upclose, smaller than I thought though...

I'm so settled in Australia that I've even tested their healthcare service! Although it should be noted I don't intend to make a habit of this in every country, but an emergency is an emergency;) Standing in the kitchen of our hostel in Brisbane, I managed to get either some chilli or pepper in my eye, and man did it sting! I was sure the eye was just about ready to pop out. It all ended in a good way and hopefully this will be the last of my misfortunes for a while...

In any case, I wish family and friends near and far a very happy easter and hope you have a nice one. I certainly intend to...

Saturday, March 24, 2007

Mosinn ber ad dyrum

Jaeja, eftir langthrada bid stigum vid a land i Malasiu. Ferdalagid okkar fra Indlandi var nu i lengra lagi, og millilentum vid m.a. a Sri Lanka, ansi gaman ad segja fra thvi. Skv. skilgreiningu sem runnin er undan Steinthori hofum vid tho eiginlega ekki "komid" til Sri Lanka, thvi ad hafa komid til lands tharf madur ad hafa eytt a.m.k. 15 minutum thar, utan flugvallarins. Agaetis skilgreining fannst mer og eg held mig vid hana.

Nu erum vid i Kuala Lumpur og mer finnst Kuala Lumpur, eda thad litla sem eg hef sed af Kuala Lumpur, aedisleg. Thad er eitthvad svo exotiskt vid ad vera i Kuala Lumpur, bara eitthvad vid nafnid. Malasia er mjog vestraen borg, naestum eins og madur se bara kominn til Bandarikjanna eda Evropu, en hefur samt eitthvad serstakt vid sig. Og ja, thad verdur ad vidurkennast, vid erum buin ad borda a McDonalds.

Annars hefur Malasia ekki verid eins saetur dill fyrir mig og eg hafdi hugsad mer. I gaerkvoldi stauladist eg inn a klinik Dr. Orrloffs (skyldur Stellu, eg veit thad ekki) med haan hita og kuldahroll, sannfaerd um ad nu vaeri eg orugglega komin med malariu. Einum og halfum tima seinna og 40 000 kronum fataekari stauladist eg ut, med kroppinn fullan af syklalyfjum sem eg hafdi fengid i aed, supu sem hefdi somad ser vel a blodsjukdomadeildinni, og adra eins supu af toflum i toskunni, med gat i hendinni og brjostkassanum eftir hinar ymsu stungur og thaer godu frettir ad ekki vaeri eg adeins med lungnabolgu, heldur vaeri 80% likur a thvi ad eg vaeri med "community acquired methicillin resistant staphylococcus aureus". MOSA. Frabaert og akkurat thad sem eg thurfti. Personulega held eg med thessum 20% sem segja ad thetta se bara venjulegur staph aureus og thad vaeri agaett ef thid gerdud thad lika. Thad er ekkert vodalega heppilegt fyrir hjukrunarfraeding fra Islandi ad vera MOSA jakvaedur. Annars lidur mer bara agaetlega, soldid slopp en ansi brott bara. Og eg get sjalfri mer um kennt, eg var ad leita ad einhverju framandi var thad ekki? Hvad er meira framandi en ad lata Harvard-menntadan malasiskan laekni tappa af ther 300 ml af fleidruvokva a skodunarherbergi i laeknaklinik i midbae Kuala Lumpur? Madur spyr sig, mer thaetti gaman ad heyra einhvern toppa thad...


At last we have landed in Malaysia, our promised land whilst living the India horror, and it's everything it promised to be. Our journey from India was quite a long one, with a layover in Sri Lanka. A very nice airport in Sri Lanka, but according to my friend Steinthor's definition we weren't really in Sri Lanka, as you have to spend at least 15 minutes outside the airport to actually have been in that particular country. A fine definition I think and so I will stick to it. Hence I haven't really been to Sri Lanka.

Kuala Lumpur is pretty cool. There's just something so exotic about the name that just makes you smile, how can it be that I am in Kuala Lumpur? It has a very western feel to it, it's almost like being in USA or Europe, although it does have something extra special about it. And yes, I must admit, we have indeed eaten in McDonalds since we arrived.

Malaysia has been a little bitter sweet for me. LAst night I stumbled into Dr. Orrloff's klinik, convinced that surely I have malaria as I had a high temperature and chills. I stumbled out an hour and a half later, not with malaria but a system full of antibiotics, a great big coctail that I'd been given intravenously and would have done pretty well at the hematology ward I work in, similar kind of tablet coctail in my bag, stingmarks in my hand and thorax and the great news that not only to I have a chest infection, but odds are that it is community acquired methicillin resistant staphylococcus aureus. Not to worry, I feel a little under the weather but not too bad at all, but this is really bad news for a nurse from Iceland, where actions to fend of MRSA are quite aggressive. It's about 80% likely that I have it, so of course I'm rooting for the other 20%, it could be a bit of a mess for me if I do have it. My own stupid fault maybe. I was looking for exotic wasn't I? What could possibly be more exotic than have a Harvard-educated Malaysian doctor drain 300 ml of your pleural fluid in a klinik in Kuala Lumpur city centre. One does wonder...

Saturday, March 17, 2007

Hallo Indland. Aftur.

Jaeja, tha erum vid lent aftur i Indlandi eftir ad hafa kvatt Nepal med grati og gnistan tanna. Aeji hvad mig langadi ekkert ad fara thadan, og thad til Indlands af ollum stodum. Nepal er buid ad vera eitt stort aevintyri og kynntumst vid morgu godu folki. Thangad bara verd eg ad fara aftur og fara i almennilegan gongutur, vid vorum naestum farin ad vaela i timabili med oll thessi storkostlegu fjoll i kringum okkur og vid of timabundin til ad komast alveg ad theim. A naesta ari kannski...

Indland var ekki alveg jafn agalegt adkomu og seinast enda erum vid nu reynslunni rikari og ekki alveg jafn graen og i fyrra skiptid. I dag erum vid hins vegar buin ad vafra um goturnar her i Delhi og nu man eg nakvaemlega af hverju vid kolludum Indland thad sem vid kolludum Indland. Aeji folk, latid mig i fridi, mig langar ekkert i pasminu, eg er ad stikna. Og nei, mig vantar ekki leigubil. I alvoru, mig vantar ekki leigubil, eg get labbad thessa 20 metra. Ja eg er viss. NEI EG VILL EKKI LEIGUBILINN THINN, LATTU MIG VERA!!!! Mer finnst gott ad labba, i alvorunni!!!!!!!!! (Typisk samtal a gotum Delhi)

A eftir tekur enn nytt aevintyri vid, Vid thurfum ad koma okkur til Chennai, sem er a austurstrondinni, og thangad aetlum vid ad fara med lestinni sem tekur okkur vaentanlega adeins um 42 tima. Vid verdum vaentanlega ordin lettgeggjud thegar thangad kemur en eftir ad hafa eytt 26 timum a flugvollum a sinum tima til ad komast til Irlands tha held eg ad vid gudderum thetta med stael. Vid erum med spilastokk, eg er buin ad kaupa 2 baekur og svo verdur thad bara harkan sex. Thad er vist afar dyr og afar oaetur maturinn i lestum her i Indlandi thannig ad a eftir aetlum vid ad nesta okkur upp med vatni, bonunum og hverju odru sem vid getum laest krumlunum um (vaentanlega kex, sukkuladi, snakk og kannski sma braud ef vid erum heppin). Utiskemmtanaflokkur sem bordar uti? Nema bara i lest audvitad. Hmmmm, thetta verda kannski langir 2 solarhringar...

Eg er buin ad fa skammmir i hattinn fyrir ad standa mig ekki i enskublogginu og her er thvi enskufaersla nr.2:
Namaste in English (as promised to Lola, I always do my best to keep my promises and this is a particularly easy one). Here I am again, in India, after saying goodbye to Nepal with regrets. Our time there was exceptional and as it turns out, waaayyyy too short. Our 2 weeks were one big adventure, from trekking to rafting to jungle safaris on elephant backs to breathtaking mountain view. Nepal is without a doubt the most amazing country I've visited so far and I'm already toying with the idea of a return, and the sooner the better! Then I will make enough time to enjoy the mountains like they deserve to be enjoyed, by properly exploring them. The Nepali people are such a cheerful bunch as well, makes all the difference from the grumpy Indians.

India the first time was a bit of a horror but by the end of our stay that time around we were starting to see the humor in the whole thing. This time, it seems to be a bit easier on us and we're a bit more seasoned I guess, but still, having walked around Delhi today, I remember again why we called India what we called India (and it wasn't a very nice word at all). For gods sake people, just leave me alone! I don't need a pasmina, it's too bloody hot. And no, I don't need a taxi, I prefer to walk these 20 meters. Yes I'm sure. Yes I'm quite sure. NO I DON'T NEED YOUR TAXI!!!! (This would be a typical conversation on the streets of Delhi)

Tonight we embark on another great adventure, we need to get to Chennai and to get there we will take a little train ride, which apparently shouldn't take much more than 42 hours or so. Should be a bit funny I guess, and having spent 26 hours in airports trying to get to Ireland last month, I'm not too worried. We have a deck of cards, I've bought 2 books, it should be okay. The food in Indian train is apparently very expensive and very uneatable so the remains of this afternoon will go by in supply-hunting. 42 hour long picnic on a train, should be a hoot!

Monday, March 05, 2007

Namaste

Namaste fra Nepal! Her erum vid stodd eftir flotta ur Indlandinu alraemda, sem eg var tho farin ad saettast adeins betur vid. Segjandi thad, mikid er eg nu glod ad vid hjokkudumst um Indland adur en vid komum hingad til Nepal, thvi ad Indland kemst ekki med taernar thar sem Nepal hefur haelana. Eins mikid og eg var innilega ekki heillud af Indlandi tha er eg alveg agalega innilega heillud af landi og thjod her i Nepal. Her eru allir jafn gladir og allir voru fulir i Indlandi, madur gengur alls oareittur um gotur og fjollin madur, fjollin. Eitt af thvi fyrsta sem vid laerdum her i Nepal er meiningin a bakvid Nepal og Indland, og gaeti eg i augnablikinu ekki verid meira sammala:

Nepal = Never Ending Peace And Love
India = I Never Do It Again

Ansi smellid fannst okkur eftir F%^#&* Indland, eins og vid kjosum helst ad kalla thad.

Afram rombum vid i hin ovaentustu aevintyri, og i stad thess ad slappa adeins af og na attum eftir Indland i rolegheitum i Kathmandu eins og vid hofdum aetlad okkur, vorum vid maett i godan labbitur innan solarhrings vid komu her, traeludumst um 50 km a 4 dogum, forum haest i 2500 m yfir sjavarmal og svafum haest i 2200 m yfir sjavarmali, umkring Himalayafjollunum. Sjaldan hef eg lifad jafn mikid i nu-inu og eg gerdi thessa daga i litlu gongunni okkar, thad var enginn morgundagur eda dagur eftir thad, thad var bara eg og fjollin. Ja og audvitad Rosa og Steinthor. Og leidsogumadurinn okkar. Og allir hinir Nepalbuarnir sem vid hittum. Og fjollin, var eg buin ad segja thad. En allavega, hapunktur...

Eftir aevintyri Indlands, til thess ad letta okkur adeins lifid og tilveruna og agengi Grou a Leiti (af hverju 2 stelpur en bara 1 strakur?) akvadum vid ad thar sem vid Steinthor erum svo lukkuleg ad vera baedi born Nielsar, skyldum vid hreinlega gerast systkini. Thannig ad nuna er eg ekki lengur bara litla systir heldur a eg ordid litinn brodur og Steinthor ekki lengur bara stori brodir heldur litli brodir lika. Thetta er ad virka lika svona skrambi vel og thad furdulega er ad vid virdumst vera ad detta i hlutverk og hogum okkur ordid i flesta stadi eins og systkini, mjog skondid (Thott thad feti ad sjalfsogdu enginn i fotspor stora brodur, myndi aldrei nenna ad senda Steinthori postkort ur hverju landi;) I augnablikinu hofum vid aettleitt Steinthor a Skagann (sorry Lara og Hafnarfjardar-Niels, en thad bara virdist lausara um mina malpipu), en sjaum hvad setur...

P.S. Gaman ad sja vidbrogdin vid Capsicum thrautinni og er Elva otviraedur sigurvegari, til hamingju med thad! Eg fullvissa thig ad okkur lidur ollum betur med thessa vitnesku undir beltinu og thu att silkid inni hja mer...

Monday, February 26, 2007

say what?

Hver getur sagt mer hvad i veroldinni capsicum er? Their eru vida hrifnir af thessu herna en thegar madur spyr hvad thetta se tha segja their bara: you know... capsicum. Pizza with capsicum, the bread and the cheese and tomato and you know... capsicum. And then cook in oven. Yes?

Thetta virdist vera hin mesta radgata Indlands og sa sem er fyrstur til ad geta rett getur att von a indverskum gladningi thegar eg sny aftur. Hvernig hljomar t.d. fyrirtaks pyngja ur kameldyraskinni?

Friday, February 23, 2007

Lifandi og sparkandi

Ja eg er enn lifandi og sparkandi, thratt fyrir allt utlit a odrum idad vid bloggdugnadinn. I augnablikinu sit eg inni a algjorri internetbullu med 4 tolvum og einni viftu, og eg er ad bradna! Rafmagnid for af bullunni adan, vona ad thad endist alla vega ut faersluna...

En allavega, eg er stodd i Indlandi og hvad get eg sagt um Indland? Eg er allavega ekki yfir mig heillud af landi og thjod get eg sagt ykkur. Skitt med nidurnislu og ohreinindi, eg bjost vid thvi hvort ed er og satt ad segja hefur thetta allt sinn sjarma, en folkid er bara ekkert eins aedislegt og eg hafdi vonast til. Mer finnst til undantekninga ad folk se gladlegt her og kannski er thad bara menningarsjokkid en Indland er buid ad gera mig ad biturri, paranojadri gamalli konu! Mer finnst bara allir vera ad reyna ad svindla a mer og i thau fau skipti sem folk actually brosir, viti menn, thad er ad reyna ad pranga einhverju yfirleitt helv5@%&^#^ drasli inn a mig. Svei mer tha. Min munnvik hafa allavega aldrei verid svona thung, stundum tharf eg virkilega ad vanda mig til ad hafa lyst a thvi ad brosa...

Audvitad er mikil fataekt her og thad kemur oft fyrir ad betlarar komi og bidji um pening. Sem eg einnig bjost vid og var buin ad taka thann pol i haedina ad gefa ekki neitt thar sem eg held ad thad se ansi skammgodur vermir fyrir thetta vesalings folk og engin leid til ad bjarga heiminum. En hins vegar er annad sem eg hefdi aldrei truad, ad oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hofum vid verid hundelt langar vegalengdir adallega af konum, vel i holdum, i finum fotum og alsettar skartgripum i andliti hondum og fotum, sem heimta af okkur 150 rupiur (ca.300 kr) a medan betlarar og fataeklingar vilja fa adeins 10! Kraest, eg sem helt ad graedgin byggi adallega a storu ljotu Vestulondunum en eins og vinur minn hann Skramur segir, boj o boj, jola hvad...

Thannig ad Indland er fyrsta landid i reisunni sem faer ekki toppeinkunn, thott vissulega hafi mer alls ekki leidst! Magnadasta upplifunin hingad til er an efa nott undir stornunum i eydimorkinni, og reyndar eydimorkin oll reyndist vera vin i eydimorkinni, i ordsins fyllstu. Madur er lika ordin ymsu vanur og haettur ad kippa ser upp vid geitur, beljur, hunda og kameldyr i umferdinni, thetta er bara normid herna. Indland er svona land thar sem allar aaetlanir eru gjorsamlega gagnlausar, madur getur engan veginn gert ser i hugarlund hvad getur mogulega komid naest. Vid forunautar erum sammala um thad ad thetta se thannig land ad heimsoknin verdi betri i minningunni en nokkurn timann upplifuninni sjalfri, og thetta er buid ad vera mognud upplifun. Ad hugsa ser ad eg hafi bara verid herna i 9 daga, hvad tekur Indland eiginlega upp a naest?


Svona i lokin er eg med enn annan nyjan lid sem eg kys ad kalla skilabodasjoduna, atridi sem bradnaudsynlega tharf ad koma a framfaeri til utvalinna adila.
  • Til Jons Jokuls, mins kaera samlita felaga: thin hugsadi eg mikid til i flugvelinni a leidinni til Indlands, thar sem eg las bok sem heitir The boy in the striped pyjamas. Algjort must-read. Man nu ekki hvad hofundirinn heitir en fyrir thig, og alla adra sem filudu the kite runner, thid einfaldlega bara verdid. A allt odrum notum og til allra taelandsfara lika, eg atti moment i gaerkvoldi sem slo ut N-nuddid i Bangkok, thott eg hefdi ekki talid thad mogulegt...

  • Til mommu: Thu tharft ekki ad hafa neinar ahyggjur lengur. I dag for eg til lofa-lesara sem spadi thvi ad eg myndi hitta draumaprinsinn thegar eg verd 27 ara og 8 manada (og ef eg er ekki fyllilega anaegd med hann aetti eg ad skila honum, thvi ad tha kaemi annar thegar eg verd 32 ara). Hann alitur mig vera mjog frjosama og muni eignast 2-3 born. Jassko, nu thurfum vid ekkert ad raeda barnaborn fyrr en i fyrsta lagi mai 2008.

Wednesday, February 07, 2007

Deutchland

Nyjasta landkonnunin atti ser stad i Thyskalandi, thar sem eg sotti heim heidursmanninn Lars sem byr i baenum Tubingen rett hja Stuttgart. Atti eg thar godar stundir, rolti um baeinn og kiktum vid einnig a kastala thar nalaegt med Peter, vini Lars.



Thjodverjar virdast vera hid vaensta folk, einstaklega kurteisir og tala einstaklega slaema ensku! Undantekningin a prudmennskunni hlytur tho ad teljast konan sem vippadi buxunum nidur um sig i straetoskyli um midjan daginn og pissadi a gotuna, hun virtist ekki vera neitt vodalega prud. Thyskaland faer ekki sidur toppeinkunn en Danmork, thar borda menn brezel og tala um jagemaster i odru hverju ordi, keyra rettu megin a gotunni, og thar er enginn madur med monnum nema hann klifri i klettum og dansi salsa...



Svona ad lokum aetla eg ad kynna til sogunnar nyjan hluta, enska hlutann, svo ad enskumaelandi vinir viti nu hvad eg er ad bralla og ad eg er nu enn a lifi...

A warm welcome to all you non-icelanders. In order for you to follow my tracks around the big bad world I will do the highlights in english, kind of like match of the day I guess, I'll just show the goals but not the totally boring parts in between. So far, I've been to England, Denmark and my latest conquest, Germany. I had a great time in Germany, found the germans to be quite wonderful, exception to the rule being that woman that dropped her pants in a bus stop in the middle of the day and just pied on the pavement. I didn't really find her that wonderful, though in all fairness, I guess when you have to go you have to go! All in all, Germany get topmarks, there they eat brezel and talk non-stop about jagermaster (in between drinking it), drive on the right side of the road and noone is anyone unless they rockclimb and salsadance...

Tuesday, February 06, 2007

Eg vinn

Von a "updeiti" fra Thyskalandi o.fl. von bradar. Thetta er bara mont-blogg fyrir hann Jon Kolbein...

Eg er ad blogga a Subway. Hah. Hefur thu bloggad a subway? :p

Thursday, January 25, 2007

Danaveldi

Jaeja ta er 16.januar longu kominn og farinn og eg buin ad vikka ut sjondeildarhringinn minn i viku og gott betur til. So far er eg buin ad vera i Englandi og Danmorku, med alls thremur stoppum a London Standsted, og fara stoppin adeins fjolgandi. I gaer kom eg aftur til Cambridge eftir 5 daga veru i Danaveldi tar sem fraendur voru sottir heim. Aldi eg manninn hvad mest i Aarhus hja honum Joni Kolbeini, alltaf gaman ad sja strakinn og skemmtum vid okkur hid besta. Jon var minn helsti tulkur og malpipa, enda farinn ad tala donsku eins og innfaeddur. Vid attum svo vidkomu i Horsens, Torring og Velje, sem voktu mismikla lukku medal ferdalanga. Rett hja Torring heimsottum vid aettarodal Sigga fraenda og attum godar stundir med fjolskyldumedlimum tar. Einnig sotti eg heim Egil fraenda og fru sem bua thar rett hja i Bjorholmanum (Olholm heitir tad vist, ja i alvoru). Allt i allt god rejse, alltaf gott ad styrkja fjolskyldubondin og sja nyja stadi i leidinni. Alls tok eg 2 myndir i thessa 5 dga, hafdi vist ekki raenu a fleirum, en nadi thessari finu mynd af honum Joni litla vid snuddutre sem vid rombudum a tharna i Aarhus. Ja, i Danmorku vaxa sko snuddur a trjam...



Langt sidan eg hef komid til Danmorku (pit-stoppid sem var tekid a leidinni heim fra Taelandi telst nu varla med thott eg hafi keypt mer tvenn por af skom i thad skiptid er thad nokkud?) og kemur thad mer sifellt a ovart hvad eg er leleg i donsku. En batnandi monnum er best ad lifa, framfor i hvert skiptid held eg. Danmork faer annars toppeinkunn, thar keyra menn rettu megin a gotunni, segja hae thegar their meina hae og hae thegar their meina bae, og sjaldan hef eg sed jafn samviskusama ruduskafara svo snemma morguns, thar eru sko allar rudur skafnar fra horni i horn...