Friday, August 31, 2007

Krossgötur

Ég var að koma heim úr vinnunni. Sem er svosum ekkert frásögu færandi, annað en það að vaktin í kvöld var mín síðasta vakt á 11G. Svo ég vitni nú í frægan sjónvarpsþátt: "It´s the end of an era!" Vissulega er ég gríðarlega spennt fyrir því sem koma skal en það er nú samt alltaf erfitt að kveðja. Ég er búin að vinna á 11G í tæp 3 og hálft ár! Ótrúlega er þetta fljótt að líða. Þarna var eiginlega mín útungarstöð og þarna steig ég mín fyrstu skref sem hjúkrunarfræðingur. Þarna komst ég líka fyrst í kynni við fjallabrölt og þarna kynntist ég mörgu besta fólki sem ég hef kynnst. Já, það má eiginlega segja að þarna hafi hjúkrunarfræðingurinn Guðrún Lísbet verið alin upp og stundum held ég líka að þær séu nú svolítið montnar af mér, er það ekki annars?

En allir góðir hlutir þurfa einhvern tímann að enda og nú er kominn tími fyrir mig að láta aðeins reyna á vængina mína. Af þessu tilefni þykir mér þó tilvalið að sýna nokkrar myndir frá störfum mínum á blóðsjúkdómadeildinni.



Ahh... þarna erum við Helga í góðum gír á morgunvakt í miðri viku. Án efa í miklum pælingum er varða mikilvæg málefni. Þess má til gamans geta að ég hef eiginlega ekki unnið Helgu-laus frá því ég var fyrsta árs hjúkkunemi en nú þegar Helga er stungin af norður yfir heiðar virðist svo sem ég neyðist til þess. Hvernig fer ég að?



Þarna sjáum við Mörtu og Eddu í miklum ham, greinilega nýloknar við að koma deildinni í ró og við það að slökkva ljósin fyrir nóttina. Já, stundum er erfitt líf að vinna á 11G.



Eins og glöggir hafa efalaust gert sér grein fyrir ber hér á að líta einn af sérfræðingum deildarinnar og aðstoðarlækni að störfum sínum, greinilega í undirbúningi fyrir afar mikilvæga beinmergsástungu.



Nei obbosí, hér höfum við hins vegar anda ókominna jóla. Eins leiðinlegt og það er að yfirgefa strumpana mína á 11G, þá kemur mér nú varla til með að leiðast með þennan kappa mér við hlið. Hmmm... ég vona að hann vilji ennþá vera vinur minn, þótt ég hafi sett mynd á honum með Púmibol svipinn og bómull bak við eyrun á netið:)

En allavega, á morgun held ég á vit ævintýranna í Pýreneafjöllunum, ef tveggja vikna ferð á Spáni er ekki skrambi gott kveðjupartí þá veit ég ekki hvað. Nú myndi ég segja bless á spænsku ef ég kynni það...

6 comments:

Bára Mjöll said...

Hahaha, skemmtilegt blogg Guðrún :D Góða ferð og góða skemmtun í Pýreneafjöllunum!

Anonymous said...

Ný ævintýri er eitthvað sem að þú ættir að kannast við þannig að ég held að þú eigir eftir að plumma þig súpervel á nýja vinnustaðnum... en þangað til góða ferð.. SEE U WEN U GET HÓM

Guðrún Lísbet said...

Hola!

smá update frá Cataloniu en get einhverra hluta vegna ekki loggad mig inn til ad blogga almennilega.

Ferdin hingad til er einstaklega vel heppnud, nokkrir tindar sigradir, sá haesti Puijmal 2910 m held ég (pabbi tú getur potttétt fundid hann á google-earth!)

Á morgun er stefnan svo tekin á Andorra, og svo... bara tangad sem vindurinn feykir mér, aldrei ad vita hvad manni dettur i hug á einni viku;)

Anonymous said...

Sæl frænka, langt síðan ég hef kíkt á bloggið þitt. Alltaf nóg að gera hjá þér sýnist mér :) Bestu kveðjur úr Fellabænum, Helga Dögg og strákarnir

Anonymous said...

HAHAHAHAHAHAHA :-D
Mega skemmtilegt blogg, hélt hreinlega að ég myndi pissa á mig þegar púmíbol sjálfur birtist hress! Veit nú ekki hvort hann verður ánægður með þessa mynd af sér ennnnnn...
Vona að þú hafir það súper gott þarna úti,svo verðum við hringferðarstelpur að fara að hittast og halda eitt allsherjar myndakvöld!
Kv,Úlfhildur

Anonymous said...

Hey skil vel hvað þú átt við, erfitt að stíga fyrstu skrefin fyrir utan 11G en komst svo að því að það er bara ekkert mál. Viðurkenni þó að þaðan er margs að sakna ;)
kveðja Helga
ps. ótrúlega góð mynd af okkur skvísunum...ja mætti halda að við hefðum fengið okkur nokkra öllara ;)