Jæja, þá er runninn upp þriðjudagurinn 12.desember. Sem er svosum enginn merkisdagur út af fyrir sig, en hins vegar prýðishentugur dagur til þess að hefja niðurtalningu í reisuna miklu. Í dag eru semsagt nákvæmlega 5 vikur (35 dagar fyrir talnaglögga) í brottför af klakanum og þykir mér nú ansi hitna undir kolunum. Aðeins 18 vaktir í vinnunni í viðbót! Jæks...
Fyrir þá sem ekki þekkja orðið staðreyndir reisunnar miklu, þá stendur til að ég leggi land/lönd undir fót og skoði heiminn. Þetta er búið að vera á teikniborðinu í þó nokkurn tíma og nú er engin ástæða til annars en hreinlega að skella sér í þetta. Sem betur fer eru sambýlingar mínir og verðandi ferðafélagar á sömu bylgjulengd og ég og stefnir allt í ligeglad-go-with-the flow-ferð og erum við öll hin rólegustu, sannfærð um ágæti þess að leyfa ævintýrinunum að leita okkur uppi jafnt við það að við leitum þau uppi sjálf. Hún Eygló sjúkraliði á 11G spáði því að þessi ferð yrði mjög "karmísk" fyrir mig, svo að nú er bara að bíða og sjá. Finnur karmað mig? Eða finn ég það?
Litla föruneytið mun fljúga á vit áðurnefndra ævintýra til Delhi á Indlandi þann 13. febrúar 2007 (eftir akkúrat einmitt 9 vikur akkúrat einmitt í dag!). Auk Indlands er stefnan að sækja heim Nepal, Malasíu, Singapor, Ástralíu, Hawaii og vesturströnd Bandaríkjanna (væri synd að tala um metnaðarleysi). Ég hef hins vegar hugsað mér að taka forskot á sæluna, þar sem ég verð hvort eð er heimilislaus og allslaus í byrjun janúar, og ætla að eyða heilum 4 vikum í það að sýna mig og sjá ættingja, vini, kunningja og eflaust fullt af ókunnugum í Evrópu. Meðal staða sem ég mun heiðra nærveru mína munu vera England, Danmörk, Írland og já, jafnvel eitthvað annað exotískt, allt eftir ferðaformi mínu. Planið er að hafa eins konar "höfuðstöðvar" í Auðuns-family útibúinu í Cambridge á Englandi og þjóta landanna á milli með öllum yndislegu lággjaldaflugfélögunum...
Hápunkturinn á þessari litlu Evrópureisu minni hlýtur klárlega að verða þegar ég mun vísitera minn tryggasta lesanda og klárlega duglegasta kommentarann hann Jón litla í Árósum (ég er ekki frá því að þér sé bara næstum fyrirgefið fyrir þetta lítilræði með afmælið, kallinn minn). Seinast þegar ég hleypti kappanum inn fyrir mínar dyr gerði hann heiðarlega tilraun til að myrða mína einu dýrmætu pottaplöntu og skemmdi ansi skemmtilegt verkefni sem ég var með í gangi inni í geymslu er varðaði gerjun tveggja ára gamals bónus-eplasafa sem ég hafði bundið miklar vonir við að myndi sjá fyrir mér í ellinni, en ég vona nú að hann hafi tekið sig á þessu blessaður. Verður engu að síður gaman að sjá strákinn og ég er nokkuð viss um að annaðhvort hafi hann verið búinn að bjóða mér í heimsókn eða ég hafi tilkynnt komu mína. Ef ekki þá hlýtur það að teljast gert hér með...
Áhugasömum er að sjálfsögðu bent á að fylgjast með ferðum mínum einmitt hér á www.gudrunlisbet.blogspot.com ;) Hérna er svo statusinn á víðförulleika mínum eins og hann er í dag:
create your own visited country map
Ekki svo slæmt fannst mér. En stendur samt allt til bóta, þetta ætti að vera aðeins "reyðara" þegar ég kem heim...
Tuesday, December 12, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Bonus safinn!!! ertu ad meina tegar tu reyndir ad eitra fyrir mer! svo hefur pottaplantan sjaldan litid betur ut en einmitt tegar eg sa um hana! en ter er gudvelkomid ad koma i heimsokn tad er nog plass a Østerbanetorvet. Sjaumst kanski i næstu viku
hilsen jon kolbeinn
En spennó! Við hlökkum til að sjá þig Guðrún mín og þú ert meira en velkomin í fjölskylduútibúið í Cambridge... :)
Hæhæ!!
Ég sé að Nýja-Sjáland er ekki á listanum hjá þér, en ef ferðaplön breytast þá er þér meira en velkomið að kíkja í kaffi til mín í Auckland!
Annars mun ég örugglega fylgjast með þér hér á síðunni.
Kveðja,
Elva
(fyrrverandi bekkjarsystir og Báru Mjallar frænka)
Góða ferð og skemmtu tér roalega vel! Þú ert auðvitað guðvelkomin að kíkja á svíabúana og fyrrverandi hjúkku bekkjarsystur í svíaríki. Hlakka til að fylgjast með þér!
Kveðja,
Guðbjörg og Magney.
Hæ frænka.
Hlakka til að fylgjast með ferðum þínum út í heim. Ég skila skýrslu til Helgu frænku.
Góða ferð.
Jæja, ég er þá formlega orðin áskrifandi af ferðablogginu.. og það sem meira er að ég fæ það (vonandi) frítt !!
Sé að það eru margir að bjóða fram lykkjur á annars vel skipulagt (öhömm) ferðalag þitt og ég er að hugsa um að slást í hópinn...
Ég á alveg ágætis vindsæng sem hægt er að sofa á (á meira að segja tvær) og tilkynni hér með að húsnæði mitt stendur þér opið !!
Það er reyndar hér á Florida (austurströndinni meira að segja) og ég er ekkert alveg að sjá að þú sért að fara koma í mitt nágrenni..
En anyways, þá veistu a.m.k. af þessu !!
Góða skemmtun og málaðu heiminn rauðan :p
Post a Comment