Í dag dró hún Rósa mig úr húsi, þar sem ég hafði setið fullkomlega ánægð í þynnkunni sem jólagleði 11G ól óumflýjanlega af sér. Planið var að kíkja á Austurvöll þar sem heimildir Rósu sögðu að þar ætti að kveikja á jólatré og syngja og hafa gaman. Við örkum niður Laugarveginn sem leið lá á Austurvöll, en what the hell? Ekkert fólk og svo sannarlega ekkert stórt jólatré. En þegar við gengum til baka vakti athygli okkar að hópur fólks með kyndla var þar saman kominn. Skrúðganga að jólatrénu kannski? Stóðum þar góða stund og litum asnalega út, þegar Rósa allt í einu fattaði að þetta gæti nú verið mótmæli gegn vægum refsingum nauðgara. Duhh, þetta var þvílíkt Forrest Gump moment, hefðum alveg eins getað staðið þarna og óafvitandi beðið eftir merkilegustu manneskju í heiminum (David Attenborough kannski? Hann er nú skrambi merkilegur) og ekki vitað af því...
Hins vegar væri synd að segja að við hefðum keypt köttinn í sekknum, enda erum við allar á móti nauðgunum og þá ekki síður fáranlega nískulega skömmtuðum refsitíma.
Ok, við dönsuðum kannski ekki í kringum jólatréð en við sýndum allavega verðugu málefni stuðning í verki...
Saturday, November 25, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
vel gert guðrún!
Flott hjá ykkur ;) Hér voru kveikt jólaljós og á jólatré í miðbænum sl. sunnudag. Ég gleymi annars ekki þegar við Sandra fórum einu sinni niður á Austurvöll þegar kveikt var á jólatrénu þar og hún varð fyrir miklum vonbrigðum að sjá ekki Jesú! Ætli hún hafi ekki verið svona 2-3 ára...
þokkalega öflugar maður.....
Post a Comment