Thursday, November 02, 2006

Þetta er lífið

Í kvöld hófst undirbúningstímabilið fyrir deildarbikarkeppni Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Við Karitas, nú klárlega sérlegur aðstoðarfyrirliði, vorum nú reyndar bara tvær úr því annars prýðisgóða liði sem við á 11G munum stilla upp á næstkomandi laugardag en það gerði svo sannarlega ekki að sök. Við höfðum skorað á hólm son Karitasar og félaga hans og öttum kappi í roki og rigningu á sparkvelli uppi í Grafarholti. Og gerist það betra? Þessir pestargemlingar og vinnualkar sem þykjast ætla að spila með okkur í mótinu misstu svo sannarlega af miklu. Já ok, við reyndar töpuðum en what the hell, það var geeeeeeðveikt gaman. Ég hreinlega man ekki hvenær ég spilaði seinast fótbolta í rigningu. Gaman að segja frá því að ég kann nú enn að renna mér með glæsibrag...


Ég verð nú að segja að eftir þetta og helgina seinastliðnu hlýt ég að hækka ansi dramatískt á hreystikvendi-skalanum. Ég skellti mér einmitt á Austurlandið og á sunnudaginn gengum við systkinin svo til rjúpna. Sem er svosum ekkert frásögu færandi, ég hef nú nokkrum sinnum gengið til rjúpna áður með pabba en það sem var svolítið spes í þetta skiptið var að í fyrsta lagi sáum við rjúpu, sem hafði aldrei komið fyrir mig áður á rjúpnaveiðum, og í öðru lagi þá veiddum við heila eina rjúpu! Jei, i am great hunter. Jahh eða meira svona great veiðihundur, Danni skaut nú reyndar rjúpuna og ég sótti bráðina. Enda þurfti Danni greyið að bera byssuna allan tímann;)

Eða svona næstum því.....


Þetta var stuð. Þessir voru nú skotglaðari en við systkinin...

Það væri synd að segja að þeir væru eins hógværir og við Danni þegar kemur að veiðimennsku, enda slátruðu þeir þremur saklausum greyjum. Villimenn...

1 comment:

Jón Kolbeinn Guðjónsson said...

æææ hvað það er nú gaman að sjá myndir úr fiðinum sínum fallega í vetrarbúnig! þú ert helv.. vígaleg þarna með hólkinn ekki vildi ég mæta þér í dimmu húsasundi!!