Sunnudagur á Vitastígnum. Snjó hafði kyngt niður í henni Reykjavík um nóttina og sem karlmaðurinn á heimilinu heldur sambýlismaðurinn út á tröppur að moka með stóru skóflunni sinni (svo tröppurnar verði nú engum að aldurtila)
Sunnudagur á Vitastígnum hjá sambýliskonu nr. 1 er lítur eilítið öðruvísi út, en sem námsmaðurinn á heimilinu þýðir lítið annað en bogra yfir bókunum. (Eins og ég syrgi nú árin í háskólanum þá sakna ég sunnudagslærdóms ekkert átakanlega)

Ahh og sunnudagur á Vitastígnum hjá sambýliskonu nr.2. Sem úrilla vaktavinnumanneskjan var hún að vinna kvöldið áður og sofnaði með blautt hárið, svaf svo vel og lengi út og var svo ógreidd í sweatpants alveg þangað til hún þurfti bráðnauðsynlega að gera sig eins snyrtilega og sunnadagar bjóða upp á fyrir sunnudagskvöld í vinnunni.

Fyndið hversu stuttan tíma það tekur fyrir hús að verða heimili...