Tuesday, December 12, 2006
Reisan mikla
Fyrir þá sem ekki þekkja orðið staðreyndir reisunnar miklu, þá stendur til að ég leggi land/lönd undir fót og skoði heiminn. Þetta er búið að vera á teikniborðinu í þó nokkurn tíma og nú er engin ástæða til annars en hreinlega að skella sér í þetta. Sem betur fer eru sambýlingar mínir og verðandi ferðafélagar á sömu bylgjulengd og ég og stefnir allt í ligeglad-go-with-the flow-ferð og erum við öll hin rólegustu, sannfærð um ágæti þess að leyfa ævintýrinunum að leita okkur uppi jafnt við það að við leitum þau uppi sjálf. Hún Eygló sjúkraliði á 11G spáði því að þessi ferð yrði mjög "karmísk" fyrir mig, svo að nú er bara að bíða og sjá. Finnur karmað mig? Eða finn ég það?
Litla föruneytið mun fljúga á vit áðurnefndra ævintýra til Delhi á Indlandi þann 13. febrúar 2007 (eftir akkúrat einmitt 9 vikur akkúrat einmitt í dag!). Auk Indlands er stefnan að sækja heim Nepal, Malasíu, Singapor, Ástralíu, Hawaii og vesturströnd Bandaríkjanna (væri synd að tala um metnaðarleysi). Ég hef hins vegar hugsað mér að taka forskot á sæluna, þar sem ég verð hvort eð er heimilislaus og allslaus í byrjun janúar, og ætla að eyða heilum 4 vikum í það að sýna mig og sjá ættingja, vini, kunningja og eflaust fullt af ókunnugum í Evrópu. Meðal staða sem ég mun heiðra nærveru mína munu vera England, Danmörk, Írland og já, jafnvel eitthvað annað exotískt, allt eftir ferðaformi mínu. Planið er að hafa eins konar "höfuðstöðvar" í Auðuns-family útibúinu í Cambridge á Englandi og þjóta landanna á milli með öllum yndislegu lággjaldaflugfélögunum...
Hápunkturinn á þessari litlu Evrópureisu minni hlýtur klárlega að verða þegar ég mun vísitera minn tryggasta lesanda og klárlega duglegasta kommentarann hann Jón litla í Árósum (ég er ekki frá því að þér sé bara næstum fyrirgefið fyrir þetta lítilræði með afmælið, kallinn minn). Seinast þegar ég hleypti kappanum inn fyrir mínar dyr gerði hann heiðarlega tilraun til að myrða mína einu dýrmætu pottaplöntu og skemmdi ansi skemmtilegt verkefni sem ég var með í gangi inni í geymslu er varðaði gerjun tveggja ára gamals bónus-eplasafa sem ég hafði bundið miklar vonir við að myndi sjá fyrir mér í ellinni, en ég vona nú að hann hafi tekið sig á þessu blessaður. Verður engu að síður gaman að sjá strákinn og ég er nokkuð viss um að annaðhvort hafi hann verið búinn að bjóða mér í heimsókn eða ég hafi tilkynnt komu mína. Ef ekki þá hlýtur það að teljast gert hér með...
Áhugasömum er að sjálfsögðu bent á að fylgjast með ferðum mínum einmitt hér á www.gudrunlisbet.blogspot.com ;) Hérna er svo statusinn á víðförulleika mínum eins og hann er í dag:
create your own visited country map
Ekki svo slæmt fannst mér. En stendur samt allt til bóta, þetta ætti að vera aðeins "reyðara" þegar ég kem heim...
Saturday, November 25, 2006
Göngum við í kringum...
Hins vegar væri synd að segja að við hefðum keypt köttinn í sekknum, enda erum við allar á móti nauðgunum og þá ekki síður fáranlega nískulega skömmtuðum refsitíma.
Ok, við dönsuðum kannski ekki í kringum jólatréð en við sýndum allavega verðugu málefni stuðning í verki...
Monday, November 20, 2006
Kartöflugörðunum heima
Sunnudagur á Vitastígnum. Snjó hafði kyngt niður í henni Reykjavík um nóttina og sem karlmaðurinn á heimilinu heldur sambýlismaðurinn út á tröppur að moka með stóru skóflunni sinni (svo tröppurnar verði nú engum að aldurtila)
Sunnudagur á Vitastígnum hjá sambýliskonu nr. 1 er lítur eilítið öðruvísi út, en sem námsmaðurinn á heimilinu þýðir lítið annað en bogra yfir bókunum. (Eins og ég syrgi nú árin í háskólanum þá sakna ég sunnudagslærdóms ekkert átakanlega)
Ahh og sunnudagur á Vitastígnum hjá sambýliskonu nr.2. Sem úrilla vaktavinnumanneskjan var hún að vinna kvöldið áður og sofnaði með blautt hárið, svaf svo vel og lengi út og var svo ógreidd í sweatpants alveg þangað til hún þurfti bráðnauðsynlega að gera sig eins snyrtilega og sunnadagar bjóða upp á fyrir sunnudagskvöld í vinnunni.
Fyndið hversu stuttan tíma það tekur fyrir hús að verða heimili...
Tuesday, November 14, 2006
Hetjusögur
Thursday, November 02, 2006
Þetta er lífið
Ég verð nú að segja að eftir þetta og helgina seinastliðnu hlýt ég að hækka ansi dramatískt á hreystikvendi-skalanum. Ég skellti mér einmitt á Austurlandið og á sunnudaginn gengum við systkinin svo til rjúpna. Sem er svosum ekkert frásögu færandi, ég hef nú nokkrum sinnum gengið til rjúpna áður með pabba en það sem var svolítið spes í þetta skiptið var að í fyrsta lagi sáum við rjúpu, sem hafði aldrei komið fyrir mig áður á rjúpnaveiðum, og í öðru lagi þá veiddum við heila eina rjúpu! Jei, i am great hunter. Jahh eða meira svona great veiðihundur, Danni skaut nú reyndar rjúpuna og ég sótti bráðina. Enda þurfti Danni greyið að bera byssuna allan tímann;)
Eða svona næstum því.....
Þetta var stuð. Þessir voru nú skotglaðari en við systkinin...
Friday, October 20, 2006
Toppurinn á ferlinum?
Ég er ekki frá því að þetta móment hafi verið toppurinn á ferlinum. Ahh, í þá gömlu góðu daga þegar við Guðni Bergs vorum að sparka saman á gamla malarvellinum á Seyðisfirði...
Þegar ég tala um toppinn á ferlinum hlýtur það þó að vera á hreinu að við erum að ræða um knattspyrnuferilinn. Allavega fæ ég engan veginn skilið hvers vegna mér hefur á annað borð verið hleypt út úr húsi í þessu "átfitti". Ok, stuttbuxurnar, fair enough. Þetta hefur jú verið áttatíu-og-eitthvað. Þær voru saumaðar af ömmu minni og samkvæmt móður minni ein af uppáhalds flíkum ever. En legghlífar og stuttir sokkar? Og svitabandið!!!! Man, I was cool...