Ég er ein af þeim sem finnst gaman að því að fletta í gegnum junk-mailið mitt annað slagið. Hverjum finnst ekki gaman að fá gylliboð annað slagið, hvort sem verið er að bjóða viagra, rolex nú já eða bara stærra typpi? Endrum og eins er þó hægt að leysa ráðgátur lífsins eða bara hversdagsleg vandamál með því að fletta junkinu. Í dag barst mér þetta:
Do you find yourself falling into the same pattern again and again in your choice of lovers, lovemaking and your fears regarding romance and intimacy? There is a very good chance that these tendencies come from unresolved issues in your past life romantic experiences. Put a stop to the cycle and change your love life today. Identify negative behavior patterns with a Karmic Love Reading and free yourself from any hindering influences of the past! Act now and save 20%
Aha! Þarna er komin ástæðan fyrir því að ég er enn á lausu. Klárlega er ég enn að kljást við issjú og komplexa frá ekki bara fyrri sambandi, heldur fyrri sambandi úr fyrra lífi. Á eflaust rætur sínar að rekja alla leið í hellinn, get alveg séð það í hendi mér að neantherdalsmakinn minn hafi neitað mér um feitasta bitann af risaeðlunni akkúrat þegar var sá tími mánaðarins. Svona hlutum verður maður auðvitað að vinna úr strax, ég sé það núna, það gengur ekki að láta þetta eyðileggja komandi aldir fyrir manni. En samt gott að vita að á þessum síðustu og verstu tímum sé enn til fólk þarna úti sem sé svo búið og boðið til að rétta týndum sálum eins og sjálfri mér hjálparhönd. Og þar á ofan gefa manni 20% afslátt!!! Ætli þau taki við íslenskum VISA-kortum? Allt til þess að frelsa sjálfa mig frá hindrandi áhrifum fortíðar...
Monday, October 13, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
jahá!!!!!! sjáumst á laugardaginn hress og kát og vel í glasi ;)
Þetta var auðvitað bara frábært..:)
Takk elskan!
Hafðu það sem best!
Hjartanskveðja frá Sverige...
Post a Comment