Á sínum tíma var ég satt að segja með smá efasemdir um ágæti þeirrar hugmyndar minnar um að minnka umtalsvert við mig vinnu og leika aðeins lausum hala. Var 60% vinna kannski of mikið af hinu góða? Er mikil vinna vetursins kannski að rugla mig aðeins í ríminu? Hvað á ég að gera við allan þennan tíma?
En eftir þetta
og þetta
og þetta
og þetta
og svo þetta
og auðvitað getum við ekki gleymt þessu
Eftir allt þetta þá er það deginum ljósara að þetta er ein besta hugmynd sem ég hef fengið lengi. Skreppferð til Danna í austfirsku blíðuna sem heiðraði Seyðisfjörð með nærveru sinni dagana sem ég stoppaði, fjölskylduferð til Kanada ætluð til þess að kynnast fjölskylduútibúinu þar og var eins við hefðum aldrei gert neitt annað en heimsótt þetta fólk svo vel var tekið á móti okkur, og svo Vestfjarðaútilega með hjúkkunum og Skúla steypireyði. Og sumarið rétt rúmlega hálfnað! Ég get ekki annað en litið aftur á undanfarin ár og þakkað mínum sæla fyrir það hversu lífið getur verið ljúft...
Kvöldið í kvöld hefur að mestu leyti farið í það að pakka niður í bakpokann minn því á morgun heiðra ég hálendið með nærveru minni og er stefnan tekin á Laugaveginn alræmda. Eftir að hafa þvælst um allan hnöttinn til þess að príla upp á fjöll þykir mér eiginlega algjör óhæfa að hafa ekki gengið þessa frægustu gönguleið Íslands. Ég hlakka mikið til og mér er alveg sama þótt það sé ekki þverfótað fyrir útlendingum þar, það er nú bara hressandi.
Áður en ég legg í hann þykir mér nú ekki úr vegi að útnefna mann vikunnar, en að þessu sinni er það Rúnar Ingi, litli frændi.
Þessi pjakkur er kominn vel á veg með sitt fjórða aldursár en engu að síðu vitur um aldur fram. Í gær áttum við djúpt spjall um lífið og tilveruna:
GL: En hvað heitir kærastinn minn?
RI: HEyyyyy þú átt engan kærasta!!!
GL: Æji úps... verð ég þá ekki bara að fá mér kærasta?
RI, með þessa hluti alveg á hreinu: Neeeeiiiii, þú þarft engan kærasta, þú átt pabbann þinn!!!
Hehehe... blessuð börnin eru bara ekkert svo galin ;)
Saturday, July 26, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
þú hefur aldeilis notað sumarið vel....gangi þér vel með laugarveginn...
Hljomar sem geggjad sumar ad baki og enn ekki buid.
A svo ekki ad skella ser austur i berja mo i agust?
Vaeri nu ekki verra ef thu letir flakka svona eins og eina slummu af adalblaberjum hingad til Florida !! hehe
Hæ frænka og takk fyrir útnefninguna. Góð hugmynd hjá þér að njóta lífsins, þú átt það skilið.
kv Rúnar Ingi
Post a Comment