Saturday, June 21, 2008
The way is your destination
Hvað getur maður sagt að leiðarlokum? Eftir 800 km, blóð, svita, tár, blöðrur, gubb og já, slatta af rauðvíni og fransbrauði? Eftir frábæra vinafundi, eftir fyndið fólk, eftir frábært fólk, eftir skrítið fólk og eftir fólk sem hefur óafvitandi áhrif á líf þitt það sem eftir er en á án efa aldrei eftir að sjá aftur?
Ég veit það allavega ekki. Pílagrímsferð er upplifun sem hreinlega er ekki hægt að lýsa. Stundum var maður svo glaður að maður skoppaði niður stíginn. Stundum var maður svo þreyttur að maður vissi ekki hvernig maður ætti að komast næstu 5 metra, hvað þá næstu 15 kílómetra. En maður fór samt. Eitt skref í einu, og á endanum þá kemst maður.
Aldrei að vita nema betri ferðasaga rati á vefinn fyrr eða síðar. Allavega pottþétt fleiri myndir! En núna er ég smá busy við að pakka fyrir Kanadaferðina sem hefst á mánudaginn! Sjáumst...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Það er ekki annað hægt að segja en til hamingju með það að hafa farið alla þessa leið...Góða skemmtun í Kanada....kossar og knús
Særún
Frábær lífsspeki hjá þér, alltaf á faraldsfæti og nýtur lífsins..
Svona á að gera þetta!
Mér sýnist liggja ævintýri að baki hverrar myndar hjá þér svo ég bíð eftir að geta rakið úr þér garnirnar á MSN við tækifæri hehe..
Post a Comment