Tuesday, May 13, 2008

Sagan af thvi thegar vid Karitas svafum hja Spanverjanum

Sko... Thetta var thad sem gerdist. Eg byst vid thvi ad thetta hafi nu allt byrjad i Estella herna um daginn. Vid vorum ad ganga seinasta spol dagsins thegar vid heyrum hropad "Hola Reykjavik!" Ahh thad voru Spanverjarnir sem vid hittum a haedinni daginn adur. Vid gerdum heidarlega tilraun til ad spjalla thad sem eftir var leidar ad gistiheimilinu en samraedur voru tho takmarkadar, thar sem annar talar bara spaensku og hinn bara sma ensku.

Nu, thetta er svosum ekki frasogu faerandi nema hvad ad thennan sama dag fengum vid thessa alveg hreint brilliant hugmynd um postkort a spaensku til Mortu. Hversu snidugt vaeri thad? Vid hofumst vid skrifin thegar okkur datt i hug ad bidja thessa indaelu Spanverja ad hjalpa okkur, sem their og gerdu. Eg vissi nu aldrei almennilega hvad stod a thessu korti og kemst nu varla ad thvi ur thessu thvi thad var sent af stad en thad gleymdist ovart ad taka thad fram ad kortid aetti nu ad fara til Islands, en innihaldid var allavega einhvern veginn svona:

Kaera Marta, osfrv..... Vid erum bunar ad sja rosalega mikid af saetum strakum herna og finna okkur frabaera kaerasta. Hvad ertu eiginlega ad thvaelast a Islandi?

Eftir thetta kom natturlega ekkert annad til greina en ad kalla tha felaga Ricardo og Alberto kaerastana okkar. Alberto var kaerastinn minn, svona af thvi ad hann var yngri og natturulega rikari ;) Ricardo var kaerastinn hennar Karitasar, thott lengi vel myndi hun ekki hvad hann het og kalladi hann alltaf Rodrigo en thad er nu onnur saga. Hann Ricardo er nu alveg uppahalds, svipar i syn til Astriks gallvaska, nema bara med svart har og yfirvaraskegg.

Eftir ad hafa att thessa kaerasta i nokkra daga, og eftir ad vid tyndum minum kaerasta, forum vid ut ad borda med Ricardo og vinum hans, Francisko sem er lika kalladur Paco en vill samt frekar ad vid notum Francisko og hinum sem eg nadi nu aldrei almennilega hvad het. En allavega, thegar vid gengum inn a veitingastadinn, hvern sjaum vid annan en Hollendinginn glada i raudu sokkunum! Alltaf gaman ad sja thann felaga, og i thetta skiptid var hann ad borda thennan lika agalega girnilega rett, paella med alls kyns sjavarrettum. Eg hreinlega fann mig knuna til thess ad apa thetta eftir honum og pantadi thad sama.

REGINMISTOK! Eg fekk gubbuna af skrambans raekjunum (svona fyrir utan hvad var subbulegt ad borda thetta) og vid endudum naesta dag med rutunni til Burgos, thvi ekki labbar madur mikid med gubbuna. A rutustodinni hittum vid fyrir Nacho, eda snakkid eins og hann gengur nu adallega undir svona okkar a milli. Snakkid var med beinhimnubolgu og einmitt a leidinni til Burgos i hvild.

Eftir rolt fram og eftir Burgos i leit ad heppilegri gistingu endadi thetta nu thannig ad vid deildum hotelherbergi eina sjodheita nott (var mjog heitt a thessu hoteli sko) med Spanverja, thar sem vid medal annars styttum okkur stundir vid thad ad horfa a James Bond a spaensku. I llamo Bond... James bond.

5 comments:

Anonymous said...

hehe eitthvað held ég að frænka mín segji þegar þú kemur heim með eitt stk alberto!!!!! Takk kærlega fyrir kveðjuna um daginn og þú ert afsökuð að hafa ekki verið fyrst!

Kveðja Jón Kolbeinn

Ólafur G.S. said...

que suave, donde está la maleta negra con el cuchillo y la cucharra ;)

Anonymous said...

Jáhá þetta var ansi skemmitleg saga.....það er víst nóg að skoða þarna úti og ekki bara fallega náttúru, leðinlegt samt að hafa verið að fá einhverja pest, en það gerist fyrir fólk sem þarf að borða einhverja ógó sjávarétti.....
Kveðja Særún

Anonymous said...

Þá fer nú að styttast í að þessi ferð endi og þú komir aftur heim á gamla góða Ísland, Bjartur er búin að panta þig og fá ferðasögu og hann vill að þú sýnir sér þetta á netinu svo hann viti nú alveg uppá hár hvar þú ert búin að vera. Vona að síðustu dagarnir verði góðir og lukkulegir og hafðu það gott út á Englandi (sem ég er kanski að flytja til á næsta ári, en segi þér þá sögu þegar að þú kemur heim)Best wishes
Særún

Anonymous said...

Jæja, mér finnst þetta fullmikið erfiði við að finna sér kærasta! Þykjast vera í pílagrímsgöngu! Annars bara dauðöfunda ég ykkur af þessu, allavega betra veður en hér fyrir austan í eilífa vetrinum!
kv. Sigga hjúkka í Nesk