Saturday, July 21, 2007

Höldum hringinn nú...

Jæja þá er ég snúin aftur á suð-vestur hornið eftir ævintýraferð mikla. Leiðin lá hringinn í kringum landið okkar góða og förunautar voru vaskir félagar úr stétt hjúkrunarfræðinga. Einhver gæti nú sagt að það að troða fimm hjúkkum með allt sitt hafurtask í einn lítinn toyota rav4 gæti nú ekki klikkað, og já, það væri svo sannarlega satt hjá viðkomandi. Þetta var í mörgum orðum sagt alveg sérdeilis prýðileg ferð og vel heppnuð í alla staði. Veðrið lék við okkur meira og minna allan tímann og urðu á vegi okkar öndvegisstaðir og enn betra fólk.

Við byrjuðum sunnan megin, með fyrsta stopp á hnakkaútungarstöðinni Selfossi þar sem gæðablóðið Viktoría slóst í förina, og héldum sem leið lá í dýrindis hádegismat í Egilsstaðakoti, þar sem hún Guðbjörg sleit barnsskónum. Mikil tilhlökkun var í þennan dagskrárlið hjá leiðangursfólki, og hvað einna helst að hitta þar fyrir ömmu Guðbjargar en hún er vel þekkt meðal vinanna fyrir að eiga ráð undir rifi hverju, ansi gaman að fá þar andlit á bak við allar sögurnar.

Fyrstu nóttina áðum við í Skaftafelli þar sem tjaldið okkar fína, sem hlaut nafnið Skúli steypireyður hlaut frumraun sína í íslenskum aðstæðum.



Þarna er á að líta okkur ferðalanganna ásamt honum Skúla í Skaftafelli. Eins og glöggt má sjá er hann Skúli okkar á stærð við meðal-steypireyð og því lá beinast við að hann hlyti nafnbót sem hæfði upprunanum.

Úr Skaftafelli brunuðum við áleiðis austur á land og áttum þar ansi góða daga. Við tjölduðum m.a. í Atlavík, sóttum heim hana Önnu Birnu bekkjarsystur okkar sem var við störf á Kárahnjúkum, lentum í dýrindisveislu hjá familíunni á Seyðisfirði og áttum góðar stundir í bústaði afa og ömmu í Hjallaskógi, þar sem hún Helga bættist í hópinn eina nótt.

Frá austurlandi héldum við áleiðis norður í átt að Ásbyrgi, með viðkomu hjá Dettifossi, sem er bara alveg jafn skítugur og seinast þegar ég kom þangað!



Þarna er Viktoría með "skjalatöskuna" svokölluðu, kjarakaup sem hún mamma gerði í Góða Hirðinum og kom svo sannarlega að góðum notum. Við Dettifoss var að sjálfsögðu allt morandi í útlendingum en við létum okkur nú samt hafa það að borða flatkökur og kókómjólk innan um skarann...

Í Ásbyrgi áttum við svo yndislegar stundir í algjörri bongóblíðu. Það er bara alltaf eitthvað við Ásbyrgi er það ekki? Alltaf gott að koma þangað, eins og glöggt má sjá...



Úr Ásbyrgi héldum við svo á Blönduós, þar sem hún Viktoría hefur alið manninn undanfarið ár, og vorum þar seinustu nóttina, áður en brunað var aftur í bæinn.



Alveg einstaklega vel heppnuð ferð hér á ferð, takk fyrir mig kæru ferðafélagar!

7 comments:

Anonymous said...

Þetta er ekkert smá massatjald, það má örugglega koma heilu fótbolta liði fyrir í svona tjaldi :p

Anonymous said...

HHHmmmmm Skúli já, síðast þegar að ég vissi voru steypireyðar ekki með skær bleikar rendur. En aþð er nú svo sem langt síðan ég leit þetta furðustóra dýr augum.

Anonymous said...

Hva á ekkert að fara að blogga meira, það mætti halda að þú værir búin að vera á næturvöktum í alltof marga daga streight. Er nú bara farin að sakna þín.

Anonymous said...

ok ok ok, við þurfum að ræða saman...

-þetta var geggjuð ferð, takk fyrir hana :-D
...eeeeeen, þú VERÐUR AÐ BLOGGA MEIRA!
Því í HVERT EINASTA SKIPTI sem ég kíki á bloggið þitt sé ég að þar er ekkert nýtt heldur bara gamla fyrirsögning "höldum hringinn nú"! OG ÞÁ FÆ ÉG ALLTAF ÞETTA HELVÍTIS LAG Á HEILANN!!!
..og þegar ég er rétt búin að losa mig við það, nokkrum dögum seinna, ákveð ég að líta aftur við á síðunni þinni og AFTUR GERIST ÞAÐ SAMA!!!
...svona er þetta búið að ganga í nokkrar vikur...

-þú veist hvað ég HATA KLAUFANA! VILTU PLÍÍÍÍS SETJA INN NÝJA FÆRSLU?!?!?!

Kveðja,
Sigurveig (& Bogi Jón)

Anonymous said...

Vona að allt gangi vel í göngunni... Holan er sem betur fer ekki djúp þannig að I´m not worried.. Verður gott að fá þig heim heimasæta og þá bíður sófinn minn spentur eftir ferðasögu og ef þú ert þæg þá kannski hlusta ég líka..... Hlakka mikið til að lesa nýtt BLOGG, þegar að busy konan má vera að því.. Knús

Anonymous said...

Hvar er hvar er hvar er hvar er Guðrún mín hvar er Guðrún mín hvar er Guðrún mín...................................................lalalalalalalalalalalalalalalalalalalalalalalalalalala

Anonymous said...

:( miss you