Hey, hafið þið tekið eftir því að ég blogga orðið eiginlega bara ferðasögubloggum? Það er nú eiginlega skrambi slappt, er það ekki? Ég blogga eins og vindurinn þegar ég er búin að vera á þvælingi en satt að segja þá er svolítið erfitt að blogga um hversdagslega hluti þegar maður er búin að vera að blogga um óvenjulega hluti í langan tíma. En nóg komið, nú blogga ég aftur um daginn og veginn eins og mannsæmandi bloggara hæfir.
En hvað? Veðrið "sökkar" feitt, alltaf vont en sem gangandi vegfarandi þá er ég eiginlega hætt að pæla í því. Er voða ánægð með hettuna á jakkanum mínum og MP3 spilarann minn, ég lifi í eigin heimi með þessa gleðigjafa yfir höfðinu/í eyrunum og spáir ekki í veðri og vindum. Í þessu tilviki aðallega vindum. Ég verð nú reyndar svolítið pirruð þegar er mikið slabb og ég blotna í fæturna en þar get ég nú yfirleitt sjálfri mér um kennt. Suma daga verður maður víst bara að hætta að hafa áhyggjur af kúlinu og fara í gönguskónum.
Og af málum málanna, jah... Hvað er svosum mál málanna þessa dagana? Eru allir hættir að ræða nýjustu nýja borgarstjórn? Loksins? Persónulega held ég að þetta sé ill meistaraáætlun sem fréttamenn hafi hrint í framkvæmd því þeir höfðu ekkert skemmtilegt til að tala um og vildu beina sjónum fólks frá því miður skemmtilegra. Kallið mig kreisí, en hvenær tók nýji borgarstjórinn við völdum? Var það ekki akkúrat einmitt þegar EM stóð sem hæst og við áttum ekki svo mikið í "strákunum okkar" því þeir töpuðu svo mörgum leikjum? Tilviljun? Ég held ekki...
En hvað veit ég svosum? Ég veit allavega að sumarið er handan við hornið og lofar bara skrambi góðu. En meira um það seinna, þetta átti jú að vera ekki-ferðablogg...
Wednesday, March 05, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Húrra fyrir nýju bloggi !!
Vei loksins komið nýtt blogg....það er barasta algjör synd hvað þú bloggar lítið því að þú skrifar svo skemmtilega.....já og hvað varðar þessa borgarstjóra þá finnst mér þetta bara annsi góð conspiracy theory...
Post a Comment