Wednesday, October 17, 2007

Minningatröð

Dauð úr öllum bloggæðum? Held nú ekki... Stundum hefur maður bara ekkert að segja, fattiði. Ekki það að ekkert sé að gerast svosum, síðan ég bloggaði seinast er ég allavega búin að byrja í nýrri vinnu og flytja í Kópavoginn, jú svo átti ég víst afmæli þarna um daginn og fyrir ykkur sem ekki hafið sofið af áhyggjum þá er gaman að segja frá því að engin ástæða er til örvæntingar, ég fékk nýja myndavél í staðinn fyrir þá sem hlaut votan dauðdaga í Andorra. Hversu falleg uppfinning eru tryggingar?

Fyrst við erum að tala um myndir þá er líka gaman og jafnvel skemmtilegra að segja frá því að ég er komin með nýja myndasíðu! Hún er hér : http://www.flickr.com/photos/13576729@N04/ Það er alveg á planinu að pota þar inn nokkrum nýjum myndum en enn sem komið er er þar eingöngu að finna myndir sem fluttust af þeirri gömlu yfir á þá nýju. Ég er að vísu með hinar ýmsu pælingar á hinum ýmsu sviðum í gangi þessa dagana, um myndir og myndavélar, ferðalög, pílagríma og tilgang lífsins (er svarið bara 42 eða er eitthvað meira í gangi?). en þrátt fyrir það þá er ekki hægt að segja annað en að það sé gaman að kíkja á þessar myndir um leið og maður röltir niður "memory lane". Hver man t.d. ekki eftir þessri bátsferð? Besta bátsferði í heimi!



Já og þessi! Ég reyndar man voða lítið eftir þessu kvöldi, viðurkenni það fúslega enda mín fyrstu kynni af vodka jello en maður lifandi, ég bara veit það var gaman.


Og þessi...


Hehe já og þessi!



Skemmtilegt. Myndir eru skemmtilegar. Kíktu á síðuna og sjáðu hvort þér hrökkvi ekki bros...

5 comments:

Anonymous said...

vááá, ég varð nú bara að tvítékka á slóðinni til að vera viss um að ég væri á blogginu þínu, bara ný færsla og alles ??:p
Já og b.t.w. ég man sko ekkert eftir þessari bátsferð..
Lofa að skoða myndirnar við tækifæri, kostar eitthvað að vera með þessa myndasíðu?

Anonymous said...

Hæ ha hí og hó gaman að sjá að þú átt enn tölvu. en ég er með fréttir helduru að mín sé ekki að fara til USA í verslunarleiðangur þann 27.nóv til 1. des og ferðinni er haldið til Minneapolis með tengdamömmu, og tveimur vinkonum mínum. Ég er að fríka út yfir þessu.....:)

Guðrún Lísbet said...

jahérna, maður er bara skammaður fyrir að svara ekki kommentum!

ansi hreint gaman að segja frá því að þessi myndasíða er með öllu fríkeypis!

og verslunarferðir í Minneapolis eru ekkert nema af hinu góða, mátt nú alveg fríka út yfir þessu sko, átt það skilið ;)

Anonymous said...

Já og nú er mín bara að koma með og er með móður sína í eftirdragi. Mig hlakkar svo til að ég er að farast og að þú og mamma þin hafi ákveðið að skella ykkur með VÍÍÍÍÍÍÍÍÍ þetta verður bara geggjað gaman.........

Anonymous said...

Sæl frænka. Langt síðan ég hef kíkt á bloggið þitt, kvitt kvitt fyrir lesturinn.