Wednesday, October 31, 2007

Hvað er líkt með krókódíl?

Jæja, tíminn líður, tíminn bíður... Og engin ástæða til að láta sér leiðast! Það er ég svo sannarlega ekki að gera. Mér líkar mjög vel í nýju vinnunni og líður sérstaklega vel í nýju íbúðinni, og þess á milli reyni ég að finna mér eitt og annað til dundurs...

Um daginn skrapp ég í hina árlegu haustferð á Seyðis þar sem við systkinin skemmtum okkur ansi vel eins og okkur einum er lagið. Alltaf gott að heimsækja stóra bróður. Ég fékk alveg einstaklega frábært veður og fyrir ykkur Seyðfirðingana þarna úti þá er nú gaman að segja frá því að hann Jói Hansa er að klæða húsið sitt! Já svona er lífið, ekki endalaus blá hús. Ég ætlaði mér að taka mynd af herlegheitunum en auðvitað gleymdi ég því! Alveg agalegt...


Við systkinin gerðum okkur jeppaferð upp að Haugum, en þangað hafði ég aldrei komið áður. Bjólfur er klárlega komin á topp 5 lista yfir fjöll sem þurfa að klífast ekki seinna en í gær...



Æji já, þið vitið hvað mér finnst gaman að hoppa!



Í dag var ég svo í vinnunni, í mínum mestu makindum að borða húsréttinn (ristað brauð með smjöri og osti og heitt te ;) þegar vinnufélagi minn lítur allskyndilega upp úr Fréttablaðinu sínu, bendir á mig og segir: "HEY... Þú ert í Fréttablaðinu!" Detti mér allar dauðar. Ætli Tyra myndi segja að ég væri fierce?

7 comments:

Anonymous said...

Ó mí god jú R famus. Og ég þekki þig þannig að ég þekki einhvern famus alveg hrein snild

Ólafur G.S. said...

þú ert sko fierce....nu höfum bæði ég og þú komið í blöðunum við að sauma óheppnan krakka...við getum kannski stofnað klúbb vúbbbba

Anonymous said...

Verður þá ekki líka svona aðstandendaklúbbur þeirra sem að hafa komið í blöðunum við að sauma óheppna krakka....

Anonymous said...

en fín mynd! hvenær og hvar er þetta tekið??
...við fyrstu sýn hélt ég nú samt að þetta barn væri bara dúkka...

sigurveig

Jón Kolbeinn Guðjónsson said...

einstaklega vel utfært hopp!!! Tad hefdi frekar att ad koma i blødunum

Anonymous said...

Já ég er sammála litla bróðir, glæsilegt hopp. Það hefði nú verið gaman að sjá þig þegar þú varst hér :)

Evert said...

hva, ekki einu sinni nýársblogg?? þú hefur bara ekkert bloggað síðan í fyrra !! :p