Í dag er ég afar montin af því sem ég kýs að kalla frumleika í starfi. Í dag dansaði ég ballet á grasþakinu á Landspítalanum. Og að sjálfsögðu kýs ég að kalla það hjúkrunarmeðferð. Allavega get ég ekki kallað það vitleysisgang því að sjálfsögðu fíflast ég ekki í vinnunni;) Engin ástæða til að panika, ég gætti varúðarráðstafana til hins ítrasta. Ég poppaði fyrir áhorfendur (las ég ekki einhvers staðar að áhorf á viðvanings balletdans á grasi í sólskini geti valdið hyponatremiu?), hafði sjúkraliða mér til halds og trausts og var með akút-teymið á standby (skyldi svo ólíklega fara að einhver skyldi kafna úr hlátri). Þetta vakti allavega gríðarlega lukku meðal ætlaðra áhorfenda minna, sem og sjúklinga og starfsfólks sem sátu á svölunum á hæðunum fyrir ofan. Orðið á götunni er þó að Regína sjúkraliði, vinnufélagi minn og hinn meðlimurinn í Fílaballettsveit 11G hafi orðið samlit vinnutreyjunni sinni (undarlega óskilgreindur litur sem ég kýs að kalla dumbrauðlaxableikur) en aðrar aukaverkanir af þessari meðferð eru enn sem komið er ekki teljandi og hvet ég eindregið til aukinnar notkunar. Sýnikennsla er að sjálfsögðu ekki úr myndinni, varla þarf ég að nefna að við Regína erum mjög tígullegar...
2 comments:
Guðrún, þú ert snillingur! Kveðjur bestar frá Cambridge.
Ha, ha. Er þetta ekki aðferð til að stytta mönnum aldur (vitna í ágætan mann hér á Seyðis). Hefði viljað vera vitni af þessum atburði.
kv. frá Seyðis
Post a Comment