Ég held að orðið lykill sé það orð sem ég kann á flestum tungumálum, án þess að ég kunni á því nokkra skýringu. Key, nyckel, nogler, schlussel o.s.frv.(kann að segja sko, tek ekki við ábendingum um mögulegar eða ómögulegar stafsetningavillur). Er það þá af einskærri tilviljun að ég skuli hafa týnt lyklunum af hondunni góðu í för ofurhetjanna af 11G á Móskarðshnjúka? Ég held ekki...
En komm on, þetta var nú ekki svo slæmt. Það er nú hreint ekki eins og ég hafi rótað og rótað í bakpokanum mínum, og fengið ferðafélaga til að gera hið sama án árangurs. Eða að löggu-maðurinn hennar Eddu hafi verið ræstur út og fenginn til að brjótast inn í bílinn, skyldi svo vera að ég hafi "gleymt" þeim í skottinu. Eða að Særún og Márus hafi verið ræst út frá Skaganum til að hitta mig á Kjalarnesinu með aukasett af lyklum því að hinir bara fundust ekki. Eða að Edda hafi keyrt mig á Kjalarnesið með bílveika hundinn sinn, til þess að hitta fyrrnefnd skötuhjú með aukalykla. Hvað þá að mamma hafi svo fundið lyklana, sem reyndust svo vera í bakpokanum eftir allt saman. Ooo nei...
En ég fór þó allavega á eitt stykki Móskarðshnjúk! Næsta verkefni verður væntanlega að læra að segja "bjáni" á fleiri tungumálum en ég kann að segja "lyklar"...
Saturday, June 16, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
lyklar eru bara asnaleg verkfæri!!!
Vá, æðisleg mynd! Og dularfull lyklasaga... Bestu kveðjur.
ha,ha,ha skemmtileg skemmtisaga :) Ferlegt samt þegar þær reynast sannar :(
Glæsileg mynd annars þarna frá Toppi Tilverunnar :)
Kærar þakkir sömuleiðis fyrir djammið um síðustu helgi - mikið rosalega var gaman :) Vodkadjelló gefur svo sannarlega lífinu lit þ.e. rauðan og gulan :)
kv. ágústa 30 ára :)
idiot er gott og alþjóðlegt orð yfir bjána !! hehehehe
Annars fyndin saga fyrir einhver sem ekki þurfti að lifa hana, samt pottþétt fyndin svona eftir á eða hvað??
Hef ég einhvern tímann á ævinni sagt að þú ert ALGJÖRT MET? :P
Þú ert nú meiri kerlinginn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Guðrún, nú getur þú orðið fjallagarpur Seyðisfjarðar ef þú gengur á sjö fjöll hér í firðinum fagra. Það yrði nú ekki dónalegt að hljóta þennan titil.
Þetta með lyklana, þá er það nú þannig að mömmurnar eru alltaf bestar í að finna hlutina sem eiga að vera týndir.
kv. úr blíðunni í firðinum fagra
það er búið að stela fangelsinu
Verð nú samt að láta vita að mamma hennar Guðrúnar var sko alveg viss um að lyklarnir væru týndir og tröllum gefnir lengst uppá fjalli, en NEI ekki hann NÍELS faðirinn góði hann var sko alveg viss um að lyklarnir væru grafnir í tösku dóttur sinnar. Hann þekkir hana greinilega VEL en þá er það spurningin um hvort að þetta hafi ekki gerst áður? Grunsamlegt að maðurinn skildi vera alveg viss og hafði svo rétt fyrir sér eftir lyklaævintýrið mikla. Annars fannst okkur Márusi bara gaman að fara á rúntinn.
Post a Comment