Var ekki einhver sem sagði að vinir væru sementið sem héldi heiminum saman? Ég held það. Í dag hef ég verið mikið að íhuga hver sé vinur minn og hver ekki og þetta var niðurstaðan:
Vinur: Klárlega Ágústa fyrir sérdeilis prýðilegan afmælisfagnað í gærkvöldi, Marta fyrir bæði að hýsa sófann minn góða og leyfa mér regluleg afnot af honum, Landspítalinn fyrir alkaseltser og þynnkukaffi (gæði þó umdeilanleg), þynnkumatur og kóladrykkir, Singstar (hef ekki sungið í karokí síðan Jolene var og hét þarna um árið en svo virðist sem ég sé algjört undrabarn í Singstar).
Ekki vinur: Nælonsokkar, krakkar í körfubolta á Sporðagrunninun (mun klárlega finna þá í fjöru), vatnsheldi ofurmaskarinn sem engin leið er að ná af, Létt-Bylgjan 96,7 fyrir óeðlilega hrifningu á Eurovision lögum (sumt er nú bara ekki fólki bjóðandi í sunnudagsþynnku).
Á gráu svæði: Vodka Jell-O (mmmmm nammi gott en ekki án afleiðinga), sænskur cider (aftur, nammi gott en afleiðingar.. úff)
Gamall vinur skaut einnig upp kollinum í dag, enginn annar en greifinn af Karabas! Hver man eftir greifanum af Karabas? Sunnudagsheilabrot vikunnar og plús í kladdann fyrir þann sem getur borið kennsl á kauða...
Sunday, June 10, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
ef mér brestur ekki minnið þá er þetta nafnið sem stígvélaði köturinn gaf húsbónda sínum í sögunni um stígvélaða köttinn
HHHMMMMhhhmmmmmmm er mikið að spá í því hver þessi KArabas er??????
Post a Comment