Wednesday, May 02, 2007

I´m in Florida, you´re not

Já hér er ég í sólskinsríkinu Flórída af öllum stöðum. Dagurinn endalausi sá 24.apríl rann sitt skeið og það mjög ljúflega, og áttum við ágætistíma í Los Angeles, þar sem við gistum hjá Eyrúnu vinkonu Rósu. Eyrún hlýtur þann ágæta heiður að vera fyrsti Íslendingurinn sem við hittum frá því að ég held þegar við borðuðum spaghetti bolognese hjá Nínu frænku í febrúar og satt að segja var frekar skrítið að heyra einhvern annan tala íslensku, ég er orðin vön því að enginn tali íslensku nema ég, Steinþór og Rósa.

Ég stoppaði bara eina nótt í Los Angeles, áður en ég skildi við mína annars ágætu ferðafélaga og hélt áleiðis til Flórída. Á flugvellinum í Tampa hitti ég fyrir hann Óla frænda minn og Lólu spússu hans, en þau eru svokallaðir snjófuglar (snowbirds upp á góða útlensku), þau búa hér í Flórída á veturna en í Kanada á sumrin. Það var alveg einstaklega skemmtilegt að hitta á þau skötuhjú og var að sjálfsögðu dekrað við mig og er ég gjörspillt eftir þessa stuttu heimsókn. Óli frændi fór með mig í Wal-Mart, ekki til að versla heldur bara til að upplifa ósköpin, og við fórum út að borða á all-you-can-eat hlaðborð og aldrei hef ég upplifað annað eins! Jeremías segi ég bara...

Nú er ég stödd á Daytona beach þar sem Evert er sóttur heim. Hér geisumst við um á vespunni hans með vindinn í hárinu... eehhhh... hjálminum, og erum búin að bralla ýmislegt og rata í hin skemmtilegustu ævintýri eins og okkur einum er lagið. Það allra merkilegasta sem ég hef séð hérna held ég að hljóti að vera súkkulaðihúðuðu kartöfluflögurnar sem við sáum í súkkulaðiverksmiðjunni sem við heimsóttum. Það sem þessum Bandaríkjamönnum dettur ekki í hug, hvað gætum við mögulega gert sem er óhollara en nammi og snakk? Það hlýtur jú að vera nammihúðað snakk... Evert býr svo vel að hafa aðgang að bæði sundlaug, heitum potti og útigrilli og hefur þetta að sjálfsögðu verið nýtt hið ítrasta.

Á morgun fer ég til Chicago og þaðan flýg ég til Englands þann 5.maí, þannig að ekki er laust við að sé farið að styttast í annan endann á reisunni miklu. Annars er ég búin að hafa það skrambi gott hér í Ameríkunni og eru þessir kanar bara hið ágætisfólk. Hér eru allir agalega vingjarnlegir og spjalla út í hið óendanlega, og hef ég átt hin athyglisverðustu samtöl við hið ólíklegasta fólk. Ekkert nema gaman að því...

Here I am in the sunshine state of Florida, of all places. The endless day, the 24th of may passed smoothly and we had a very good time in Los Angeles, where we stayed with Rósa´s friend Eyrún. Eyrún was actually the first Icelander we´ve met since the night we had spaghetti bolognese with my aunt Nina in Cambridge and that was in February, and it did feel a bit strange to hear someone else speak Icelandic. Quite frankly I had grown used to the fact that noone speaks Icelandic other than myself, Rósa and Steinþór.

I only stopped in Los Angeles for one night, before I parted with my travel companions and headed out to Florida. In Tampa Airport I was greeted by my uncle Óli and aunt Lola, snowbirds who live here in Florida during the cold Canadian winter (can´t say I blame them ;). It was really great seeing them and they spoiled me rotten during my way too short visit (I promise, I´ll stay longer the next time round). Óli took me to Wal-mart, just to experince the craziness, and we ate at an all-you-can-eat buffet. I have never in my life seen anything like it, something you just have to see to believe. Needless to say we came out several kilos heavier than we did going in, how could you not just eat?

Now I´m in Daytona Beach, staying with my friend Evert. Here we wiz around on his scooter with the wind in our hair and have had alot of fun, he has a great nose for adventures. The most remarkable thing that I´ve seen here would surely be the chocolate-covered crisps. The things that americans come up with, oh boy... Evert has access to a swimming pool, a hot pot and a barbeque and we have of course used it exessively.

Tomorrow I fly to Chicago and from there I will fly to England on the 5th of may, so it seems that my trip is getting shorter by the day and will be all over soon. I´ve had a very good time here in USA and I find these yanks to be pretty interesting. Everyone is very friendly and always up for a chat, and I´ve had the most interesting conversations with the most unlikely people. Good times...

5 comments:

Anonymous said...

Sæl Frænka, já hef víst aldrei komið til Flórída og á það bara eftir :) Gott að heyra frá þér, vorum upp í kofa hjá ömmu og afa í gær í fínu veðri. Bestu kveðjur Helga Dögg

Anonymous said...

Nokkrir dagar þangað til að heimferðin milka rennur upp. Hlökkum til að sjá þig og fá að heyra ALLAR sögurnar úr ÖLLUM heimsálfunum sem að þú heimsóktir.
Kossar og knús
Særún og Co

Anonymous said...

Sæl Gudda mín.
Ég er að lesa úr Aldamótaeleksír rulluna um Guddu apó. 5. maí er góður dagur til að ferðast, gangi þér vel vina mín. Þetta hlýtur að vera stórkostleg upplifun að ferðast svona á milli heimsálfa sem þú segir komandi kynslóð frá. Bestu kveðjur frá öllum á Seyðó.
Ólafía

Anonymous said...

Mig langar sko ekkert að vera í Flórída!:Þ mig langar að vera hérna heima og læra 14 tíma á sólarhring fyrir próf! Jess nákvæmlega það sem ég er að gera...:) Vona að þú hafir það gott. Hvenær kemuru svo heim?

Anonymous said...

Ísland farsældafrón og hagsælda hrímhvíta móðir! :D
Velkomin heim.. vona að þú skemmtir þér í vinnunni... !!
PS: Við Andy vorum enn og aftur að grilla okkur banana :D