Thursday, May 10, 2007

Heima

Jæja gott fólk, þá er ég mætt aftur á klakann og það heilu höldnu. Ég kom heim á þriðjudaginn og fékk þær gleðifréttir í dag að ég er EKKI með MÓSA (jei) og á morgun tekur því grámyglulegur hversdagsleikinn við, já ég þarf víst að mæta í vinnuna!

Endahnykkur reisunnar miklu gekk svona líka prýðisvel og áttum við litla föruneytið síðustu mómentin saman í Chicago, og höfðum mikikð gaman af. Steinþór nokkur Níelsson gerði án efa kaup ferðarinnar, átti bæði fyrsta og annað sætið í þeirri keppni, en það liggur þó enn fyrir nefnd hvort hafi verið á undan, reiðhjólið eða sombrero-hatturinn frá Mexíkó. Ég er allavega nokkuð viss um að ekki hafi verið sjón að sjá okkur dröslast í gegnum miðbæ Chicago í leit að neðarjarðarlest eða á O´Hare flugvellinum. Við vorum að sjálfsögðu öll með dyggu bakpokana okkar á bakinu og við Steinþór með annan lítinn framan á okkur og héldum á hjólinu hans Steinþórs okkar á milli. Því var nú vel pakkað inn og var kassinn bara 1,5 m á lengd, ansi nett fannst mér. Rósa greyið var svo klyfjuð með bæði sínum handfarangri (sem innihélt m.a. kaup ferðarinnar nr.3-13) og handfarangri Steinþórs. Allar hendur voru að sjálfsögðu fullar þegar þarna var komið við sögu og því var sombreronum plantað á höfuðið á mér. Og svo marseruðum við...


Sjálfsmynd inni í "bauninni" í Chicago

Það er hreinlega eitthvað ljóðrænt við það að seinasta flugið til að fullkomna hringinn í kringum jörðina hafi verið með Air India, og er það besta sem ég get sagt um þá flugferð að flugvélarnar þeirra eru mjög psychadellic, innan sem utan. Svo var hún auðvitað full af Indverjum, svona fer maður greinilega alltaf bara í hringi í lífinu...

Í Englandi átti ég stutt en gott stopp og hitti rjómann af liðinu þar. Sömuleiðis snapaði ég mér heimboð til Suður-Afríku árið 2010, ekki svo amalegt...

Þannig hefur víst reisan mikla runnið sitt skeið, og svei mér þá ég veit ekki hvað tekur við næst. Einhverjar hugmyndir? Í upphafi ferðar gerði ég kort af löndunum sem ég hafði þá heimsótt og það er ekki fjarri lagi að endurtaka leikinn núna.



create your own visited country map
or check our Venice travel guide

Svona lítur þetta semsagt út í dag. Löndin sem ég hef heimsótt á undanförnum 4 mánuðum eru samsagt England, Danmörk, Þýskaland, Írland, Indland, Nepal, Malasía, Singapúr, Ástralía, Fiji, Bandaríkin og svo England aftur. Ágætis hringur. Reisa sem slíks þarfnast nú eiginlega almennilegs uppgjörs en ég eiginlega nenni því ekki núna og set nokkrar myndir í staðinn. Segja myndir hvort eð er ekki meira en 1000 orð?


Horft á sólarupprásina eftir nótt undir stjörnunum í eyðimörkinni í Indlandi


Obbobbobb, hvað höfum við hér? Famous landmarks...



Eftir langan dag á göngu um Himalaya fjöllin. Þetta var sko alveg málið, einn af hápunktunum ef ekki sá hæsti...



Rósa við sólarupprás í Chitwan þjóðgerðinum í Nepal.



Pestar- og pöddubælið Malasía. Lungnabólga í hámarki þarna, voða gaman...



Famous landmarks, part II


Hliðarspor Steinþórs í Los Angeles. Ætli Rósa viti af þessu?


Evert í hringstiganum í frægasta vita Daytona. Eða bara frægasta í Flórída held ég. Já bara heiminum öllum, frægasti viti í heiminum...

5 comments:

Jón Kolbeinn Guðjónsson said...

Það er greinilega málið að fara í svona reisu! svo get ég líka fengið góð ráð frá þér!

Anonymous said...

Love the pics. So i guess you really DID go round the world and werent just hiding in a cupboard in Cambridge

Anonymous said...

Gott að heyra að þú sért ekki með mosan ;)

Anonymous said...

Velkomin heim Guðrún mín. gott að mosinn nældi ekki í þig. Bestu kveðjur frá Seyðó
Ólafía

Bára Mjöll said...

Hæ skvís, takk fyrir síðast :) Flottar myndir og gott að þú varst ekki með þennan mosa! Bestu kveðjur í bæinn.