Wednesday, October 31, 2007

Hvað er líkt með krókódíl?

Jæja, tíminn líður, tíminn bíður... Og engin ástæða til að láta sér leiðast! Það er ég svo sannarlega ekki að gera. Mér líkar mjög vel í nýju vinnunni og líður sérstaklega vel í nýju íbúðinni, og þess á milli reyni ég að finna mér eitt og annað til dundurs...

Um daginn skrapp ég í hina árlegu haustferð á Seyðis þar sem við systkinin skemmtum okkur ansi vel eins og okkur einum er lagið. Alltaf gott að heimsækja stóra bróður. Ég fékk alveg einstaklega frábært veður og fyrir ykkur Seyðfirðingana þarna úti þá er nú gaman að segja frá því að hann Jói Hansa er að klæða húsið sitt! Já svona er lífið, ekki endalaus blá hús. Ég ætlaði mér að taka mynd af herlegheitunum en auðvitað gleymdi ég því! Alveg agalegt...


Við systkinin gerðum okkur jeppaferð upp að Haugum, en þangað hafði ég aldrei komið áður. Bjólfur er klárlega komin á topp 5 lista yfir fjöll sem þurfa að klífast ekki seinna en í gær...



Æji já, þið vitið hvað mér finnst gaman að hoppa!



Í dag var ég svo í vinnunni, í mínum mestu makindum að borða húsréttinn (ristað brauð með smjöri og osti og heitt te ;) þegar vinnufélagi minn lítur allskyndilega upp úr Fréttablaðinu sínu, bendir á mig og segir: "HEY... Þú ert í Fréttablaðinu!" Detti mér allar dauðar. Ætli Tyra myndi segja að ég væri fierce?

Wednesday, October 17, 2007

Minningatröð

Dauð úr öllum bloggæðum? Held nú ekki... Stundum hefur maður bara ekkert að segja, fattiði. Ekki það að ekkert sé að gerast svosum, síðan ég bloggaði seinast er ég allavega búin að byrja í nýrri vinnu og flytja í Kópavoginn, jú svo átti ég víst afmæli þarna um daginn og fyrir ykkur sem ekki hafið sofið af áhyggjum þá er gaman að segja frá því að engin ástæða er til örvæntingar, ég fékk nýja myndavél í staðinn fyrir þá sem hlaut votan dauðdaga í Andorra. Hversu falleg uppfinning eru tryggingar?

Fyrst við erum að tala um myndir þá er líka gaman og jafnvel skemmtilegra að segja frá því að ég er komin með nýja myndasíðu! Hún er hér : http://www.flickr.com/photos/13576729@N04/ Það er alveg á planinu að pota þar inn nokkrum nýjum myndum en enn sem komið er er þar eingöngu að finna myndir sem fluttust af þeirri gömlu yfir á þá nýju. Ég er að vísu með hinar ýmsu pælingar á hinum ýmsu sviðum í gangi þessa dagana, um myndir og myndavélar, ferðalög, pílagríma og tilgang lífsins (er svarið bara 42 eða er eitthvað meira í gangi?). en þrátt fyrir það þá er ekki hægt að segja annað en að það sé gaman að kíkja á þessar myndir um leið og maður röltir niður "memory lane". Hver man t.d. ekki eftir þessri bátsferð? Besta bátsferði í heimi!



Já og þessi! Ég reyndar man voða lítið eftir þessu kvöldi, viðurkenni það fúslega enda mín fyrstu kynni af vodka jello en maður lifandi, ég bara veit það var gaman.


Og þessi...


Hehe já og þessi!



Skemmtilegt. Myndir eru skemmtilegar. Kíktu á síðuna og sjáðu hvort þér hrökkvi ekki bros...