Ég held að orðið lykill sé það orð sem ég kann á flestum tungumálum, án þess að ég kunni á því nokkra skýringu. Key, nyckel, nogler, schlussel o.s.frv.(kann að segja sko, tek ekki við ábendingum um mögulegar eða ómögulegar stafsetningavillur). Er það þá af einskærri tilviljun að ég skuli hafa týnt lyklunum af hondunni góðu í för ofurhetjanna af 11G á Móskarðshnjúka? Ég held ekki...
En komm on, þetta var nú ekki svo slæmt. Það er nú hreint ekki eins og ég hafi rótað og rótað í bakpokanum mínum, og fengið ferðafélaga til að gera hið sama án árangurs. Eða að löggu-maðurinn hennar Eddu hafi verið ræstur út og fenginn til að brjótast inn í bílinn, skyldi svo vera að ég hafi "gleymt" þeim í skottinu. Eða að Særún og Márus hafi verið ræst út frá Skaganum til að hitta mig á Kjalarnesinu með aukasett af lyklum því að hinir bara fundust ekki. Eða að Edda hafi keyrt mig á Kjalarnesið með bílveika hundinn sinn, til þess að hitta fyrrnefnd skötuhjú með aukalykla. Hvað þá að mamma hafi svo fundið lyklana, sem reyndust svo vera í bakpokanum eftir allt saman. Ooo nei...
En ég fór þó allavega á eitt stykki Móskarðshnjúk! Næsta verkefni verður væntanlega að læra að segja "bjáni" á fleiri tungumálum en ég kann að segja "lyklar"...
Saturday, June 16, 2007
Sunday, June 10, 2007
Greifinn af Karabas
Var ekki einhver sem sagði að vinir væru sementið sem héldi heiminum saman? Ég held það. Í dag hef ég verið mikið að íhuga hver sé vinur minn og hver ekki og þetta var niðurstaðan:
Vinur: Klárlega Ágústa fyrir sérdeilis prýðilegan afmælisfagnað í gærkvöldi, Marta fyrir bæði að hýsa sófann minn góða og leyfa mér regluleg afnot af honum, Landspítalinn fyrir alkaseltser og þynnkukaffi (gæði þó umdeilanleg), þynnkumatur og kóladrykkir, Singstar (hef ekki sungið í karokí síðan Jolene var og hét þarna um árið en svo virðist sem ég sé algjört undrabarn í Singstar).
Ekki vinur: Nælonsokkar, krakkar í körfubolta á Sporðagrunninun (mun klárlega finna þá í fjöru), vatnsheldi ofurmaskarinn sem engin leið er að ná af, Létt-Bylgjan 96,7 fyrir óeðlilega hrifningu á Eurovision lögum (sumt er nú bara ekki fólki bjóðandi í sunnudagsþynnku).
Á gráu svæði: Vodka Jell-O (mmmmm nammi gott en ekki án afleiðinga), sænskur cider (aftur, nammi gott en afleiðingar.. úff)
Gamall vinur skaut einnig upp kollinum í dag, enginn annar en greifinn af Karabas! Hver man eftir greifanum af Karabas? Sunnudagsheilabrot vikunnar og plús í kladdann fyrir þann sem getur borið kennsl á kauða...
Vinur: Klárlega Ágústa fyrir sérdeilis prýðilegan afmælisfagnað í gærkvöldi, Marta fyrir bæði að hýsa sófann minn góða og leyfa mér regluleg afnot af honum, Landspítalinn fyrir alkaseltser og þynnkukaffi (gæði þó umdeilanleg), þynnkumatur og kóladrykkir, Singstar (hef ekki sungið í karokí síðan Jolene var og hét þarna um árið en svo virðist sem ég sé algjört undrabarn í Singstar).
Ekki vinur: Nælonsokkar, krakkar í körfubolta á Sporðagrunninun (mun klárlega finna þá í fjöru), vatnsheldi ofurmaskarinn sem engin leið er að ná af, Létt-Bylgjan 96,7 fyrir óeðlilega hrifningu á Eurovision lögum (sumt er nú bara ekki fólki bjóðandi í sunnudagsþynnku).
Á gráu svæði: Vodka Jell-O (mmmmm nammi gott en ekki án afleiðinga), sænskur cider (aftur, nammi gott en afleiðingar.. úff)
Gamall vinur skaut einnig upp kollinum í dag, enginn annar en greifinn af Karabas! Hver man eftir greifanum af Karabas? Sunnudagsheilabrot vikunnar og plús í kladdann fyrir þann sem getur borið kennsl á kauða...
Subscribe to:
Posts (Atom)