En komm on, þetta var nú ekki svo slæmt. Það er nú hreint ekki eins og ég hafi rótað og rótað í bakpokanum mínum, og fengið ferðafélaga til að gera hið sama án árangurs. Eða að löggu-maðurinn hennar Eddu hafi verið ræstur út og fenginn til að brjótast inn í bílinn, skyldi svo vera að ég hafi "gleymt" þeim í skottinu. Eða að Særún og Márus hafi verið ræst út frá Skaganum til að hitta mig á Kjalarnesinu með aukasett af lyklum því að hinir bara fundust ekki. Eða að Edda hafi keyrt mig á Kjalarnesið með bílveika hundinn sinn, til þess að hitta fyrrnefnd skötuhjú með aukalykla. Hvað þá að mamma hafi svo fundið lyklana, sem reyndust svo vera í bakpokanum eftir allt saman. Ooo nei...

En ég fór þó allavega á eitt stykki Móskarðshnjúk! Næsta verkefni verður væntanlega að læra að segja "bjáni" á fleiri tungumálum en ég kann að segja "lyklar"...