Það góða við að vera í vaktavinnu er hiklaust frídagar á virkum dögum. Sérstaklega ef virkir dagar eru sólríkir og fallegir eins og dagurinn í dag er, og sééérstaklega ef virkir dagar eru mánudagar og þú ert í fríi. Það er bara eitthvað við mánudaga er það ekki? Stundum er mér alveg sama þótt ég þurfi að vinna um helgar þegar aðrir eru í fríi, ég fæ þá allavega stundum frí þegar allir aðrir eru að vinna.
Dagurinn í dag var einmitt svona dagur. Það er jú mánudagur og ég var að vinna alla helgina þannig að í dag átti ég frí. Ég svaf út og það vel og lengi, ég held svei mér þá að maður sofi extra vel á mánudagsmorgnum, sérstaklega ef það er fram á hádegi eða svo ;)
Veðrið í dag var bara sérdeilis prýðilegt og var pabbi svo góður að skutla mér upp í Akrafjall eftir hádegismat, þar sem hófst formlega undirbúningur undir Spánargönguna ógurlega sem farin verður í september ásamt göngugörpum af 11G. Enda ekki seinna vænna. Ég skrölti allavega upp á Háahnjúk á skítsæmilegum tíma án þess að fara mér að voða og stóð sæmilega vel í lappirnar þegar ég var komin niður. Svo er það bara áfram gakk í allt sumar...
Márus er líka svona vaktavinnufólk og var hann svo vænn að sækja mig í fjallið. Ég var kannski ofurhetja í dag að labba á Akrafjallið en ekki svo mikil ofurhetja að ég nennti að labba heim. Márus var líka svo ágætur að bjóða mér á rúntinn! Svei mér þá, ég man ekki hvenær ég rúntaði síðast á Akranesi en það er alveg örugglega frekar langt síðan. Við allavega rúntuðum um heilt hverfi sem ég hef hvorki komið í áður né hef tekið eftir að á annað borð væri til, þannig að þetta var bæði fræðandi og skemmtilegur rúntur enda hann Márus þekktur fyrir allt annað en að vera leiðinlegur, er það ekki annars?
Við Márus létum ekki staðar numið við rúntinn einan saman, ó nei, enda getur sumardagur á Íslandi verið skrambi langur. Við Márus fórum út að leika! Á meðan Særún gerði fullorðinsdót eins og að setja í þvottavél og brjóta saman þvottinn (hún vinnur dagvinnu sko ;) þá vorum við Márus úti að leika í fótbolta og að hoppa á trampolíninu. Við leyfðum reyndar Bjarti og vini hans að vera með líka og Særún slóst í leikinn seinna og gaman að segja frá því að hún varði eins og berserkur í markinu á ögurstundu. Ég reyndar tapaði en það var geðveikt gaman og ég skil ekki fyrir mitt litla líf af hverju ég hætti að leika úti. Ég ætla þó að fara að stunda þetta af kappi og reynist ég vera algjört undrabarn á trampólíninu, þótt ég segi sjálf frá. Það skemmdi þó óneitanlega stemninguna þegar ég tók eftir tollinum sem allar skriðtæklingarnar tóku af gallabuxunum mínum, ég var komin með grasgrænu í buxurnur! Obbobbobb, mamma verður brjáluð! Hún sagði að ég mætti fara út að leika en ég mátti samt ekki skíta mig út...
Við systkinin í barnæsku. Ég sem Rauðhetta og ég fæ ekki betur séð en hann bróðir minn sé í gervi skerfara. Þarna var ég nú ung og saklaus. Nú er ég auðvitað bara saklaus ;)
Mánudaginn fullkomna endaði ég svo enn og aftur hjá Særúnu og Márusi í litla græna húsinu á Krókatúninu, þar sem að þessu sinni var boðið upp á prýðisgóðan eftirrétt. Það voru kannski ekki grillaðir bananar með súkkulaðifyllingu eins og þeir gera það á Flórída, ekki alveg en þó næstum því. Bananaís með súkkulaðisósu, er það ekki bara næsti bær?
Monday, May 14, 2007
Thursday, May 10, 2007
Heima
Jæja gott fólk, þá er ég mætt aftur á klakann og það heilu höldnu. Ég kom heim á þriðjudaginn og fékk þær gleðifréttir í dag að ég er EKKI með MÓSA (jei) og á morgun tekur því grámyglulegur hversdagsleikinn við, já ég þarf víst að mæta í vinnuna!
Endahnykkur reisunnar miklu gekk svona líka prýðisvel og áttum við litla föruneytið síðustu mómentin saman í Chicago, og höfðum mikikð gaman af. Steinþór nokkur Níelsson gerði án efa kaup ferðarinnar, átti bæði fyrsta og annað sætið í þeirri keppni, en það liggur þó enn fyrir nefnd hvort hafi verið á undan, reiðhjólið eða sombrero-hatturinn frá Mexíkó. Ég er allavega nokkuð viss um að ekki hafi verið sjón að sjá okkur dröslast í gegnum miðbæ Chicago í leit að neðarjarðarlest eða á O´Hare flugvellinum. Við vorum að sjálfsögðu öll með dyggu bakpokana okkar á bakinu og við Steinþór með annan lítinn framan á okkur og héldum á hjólinu hans Steinþórs okkar á milli. Því var nú vel pakkað inn og var kassinn bara 1,5 m á lengd, ansi nett fannst mér. Rósa greyið var svo klyfjuð með bæði sínum handfarangri (sem innihélt m.a. kaup ferðarinnar nr.3-13) og handfarangri Steinþórs. Allar hendur voru að sjálfsögðu fullar þegar þarna var komið við sögu og því var sombreronum plantað á höfuðið á mér. Og svo marseruðum við...
Sjálfsmynd inni í "bauninni" í Chicago
Það er hreinlega eitthvað ljóðrænt við það að seinasta flugið til að fullkomna hringinn í kringum jörðina hafi verið með Air India, og er það besta sem ég get sagt um þá flugferð að flugvélarnar þeirra eru mjög psychadellic, innan sem utan. Svo var hún auðvitað full af Indverjum, svona fer maður greinilega alltaf bara í hringi í lífinu...
Í Englandi átti ég stutt en gott stopp og hitti rjómann af liðinu þar. Sömuleiðis snapaði ég mér heimboð til Suður-Afríku árið 2010, ekki svo amalegt...
Þannig hefur víst reisan mikla runnið sitt skeið, og svei mér þá ég veit ekki hvað tekur við næst. Einhverjar hugmyndir? Í upphafi ferðar gerði ég kort af löndunum sem ég hafði þá heimsótt og það er ekki fjarri lagi að endurtaka leikinn núna.
create your own visited country map
or check our Venice travel guide
Svona lítur þetta semsagt út í dag. Löndin sem ég hef heimsótt á undanförnum 4 mánuðum eru samsagt England, Danmörk, Þýskaland, Írland, Indland, Nepal, Malasía, Singapúr, Ástralía, Fiji, Bandaríkin og svo England aftur. Ágætis hringur. Reisa sem slíks þarfnast nú eiginlega almennilegs uppgjörs en ég eiginlega nenni því ekki núna og set nokkrar myndir í staðinn. Segja myndir hvort eð er ekki meira en 1000 orð?
Horft á sólarupprásina eftir nótt undir stjörnunum í eyðimörkinni í Indlandi
Obbobbobb, hvað höfum við hér? Famous landmarks...
Eftir langan dag á göngu um Himalaya fjöllin. Þetta var sko alveg málið, einn af hápunktunum ef ekki sá hæsti...
Rósa við sólarupprás í Chitwan þjóðgerðinum í Nepal.
Pestar- og pöddubælið Malasía. Lungnabólga í hámarki þarna, voða gaman...
Famous landmarks, part II
Hliðarspor Steinþórs í Los Angeles. Ætli Rósa viti af þessu?
Evert í hringstiganum í frægasta vita Daytona. Eða bara frægasta í Flórída held ég. Já bara heiminum öllum, frægasti viti í heiminum...
Endahnykkur reisunnar miklu gekk svona líka prýðisvel og áttum við litla föruneytið síðustu mómentin saman í Chicago, og höfðum mikikð gaman af. Steinþór nokkur Níelsson gerði án efa kaup ferðarinnar, átti bæði fyrsta og annað sætið í þeirri keppni, en það liggur þó enn fyrir nefnd hvort hafi verið á undan, reiðhjólið eða sombrero-hatturinn frá Mexíkó. Ég er allavega nokkuð viss um að ekki hafi verið sjón að sjá okkur dröslast í gegnum miðbæ Chicago í leit að neðarjarðarlest eða á O´Hare flugvellinum. Við vorum að sjálfsögðu öll með dyggu bakpokana okkar á bakinu og við Steinþór með annan lítinn framan á okkur og héldum á hjólinu hans Steinþórs okkar á milli. Því var nú vel pakkað inn og var kassinn bara 1,5 m á lengd, ansi nett fannst mér. Rósa greyið var svo klyfjuð með bæði sínum handfarangri (sem innihélt m.a. kaup ferðarinnar nr.3-13) og handfarangri Steinþórs. Allar hendur voru að sjálfsögðu fullar þegar þarna var komið við sögu og því var sombreronum plantað á höfuðið á mér. Og svo marseruðum við...
Sjálfsmynd inni í "bauninni" í Chicago
Það er hreinlega eitthvað ljóðrænt við það að seinasta flugið til að fullkomna hringinn í kringum jörðina hafi verið með Air India, og er það besta sem ég get sagt um þá flugferð að flugvélarnar þeirra eru mjög psychadellic, innan sem utan. Svo var hún auðvitað full af Indverjum, svona fer maður greinilega alltaf bara í hringi í lífinu...
Í Englandi átti ég stutt en gott stopp og hitti rjómann af liðinu þar. Sömuleiðis snapaði ég mér heimboð til Suður-Afríku árið 2010, ekki svo amalegt...
Þannig hefur víst reisan mikla runnið sitt skeið, og svei mér þá ég veit ekki hvað tekur við næst. Einhverjar hugmyndir? Í upphafi ferðar gerði ég kort af löndunum sem ég hafði þá heimsótt og það er ekki fjarri lagi að endurtaka leikinn núna.
create your own visited country map
or check our Venice travel guide
Svona lítur þetta semsagt út í dag. Löndin sem ég hef heimsótt á undanförnum 4 mánuðum eru samsagt England, Danmörk, Þýskaland, Írland, Indland, Nepal, Malasía, Singapúr, Ástralía, Fiji, Bandaríkin og svo England aftur. Ágætis hringur. Reisa sem slíks þarfnast nú eiginlega almennilegs uppgjörs en ég eiginlega nenni því ekki núna og set nokkrar myndir í staðinn. Segja myndir hvort eð er ekki meira en 1000 orð?
Horft á sólarupprásina eftir nótt undir stjörnunum í eyðimörkinni í Indlandi
Obbobbobb, hvað höfum við hér? Famous landmarks...
Eftir langan dag á göngu um Himalaya fjöllin. Þetta var sko alveg málið, einn af hápunktunum ef ekki sá hæsti...
Rósa við sólarupprás í Chitwan þjóðgerðinum í Nepal.
Pestar- og pöddubælið Malasía. Lungnabólga í hámarki þarna, voða gaman...
Famous landmarks, part II
Hliðarspor Steinþórs í Los Angeles. Ætli Rósa viti af þessu?
Evert í hringstiganum í frægasta vita Daytona. Eða bara frægasta í Flórída held ég. Já bara heiminum öllum, frægasti viti í heiminum...
Wednesday, May 02, 2007
I´m in Florida, you´re not
Já hér er ég í sólskinsríkinu Flórída af öllum stöðum. Dagurinn endalausi sá 24.apríl rann sitt skeið og það mjög ljúflega, og áttum við ágætistíma í Los Angeles, þar sem við gistum hjá Eyrúnu vinkonu Rósu. Eyrún hlýtur þann ágæta heiður að vera fyrsti Íslendingurinn sem við hittum frá því að ég held þegar við borðuðum spaghetti bolognese hjá Nínu frænku í febrúar og satt að segja var frekar skrítið að heyra einhvern annan tala íslensku, ég er orðin vön því að enginn tali íslensku nema ég, Steinþór og Rósa.
Ég stoppaði bara eina nótt í Los Angeles, áður en ég skildi við mína annars ágætu ferðafélaga og hélt áleiðis til Flórída. Á flugvellinum í Tampa hitti ég fyrir hann Óla frænda minn og Lólu spússu hans, en þau eru svokallaðir snjófuglar (snowbirds upp á góða útlensku), þau búa hér í Flórída á veturna en í Kanada á sumrin. Það var alveg einstaklega skemmtilegt að hitta á þau skötuhjú og var að sjálfsögðu dekrað við mig og er ég gjörspillt eftir þessa stuttu heimsókn. Óli frændi fór með mig í Wal-Mart, ekki til að versla heldur bara til að upplifa ósköpin, og við fórum út að borða á all-you-can-eat hlaðborð og aldrei hef ég upplifað annað eins! Jeremías segi ég bara...
Nú er ég stödd á Daytona beach þar sem Evert er sóttur heim. Hér geisumst við um á vespunni hans með vindinn í hárinu... eehhhh... hjálminum, og erum búin að bralla ýmislegt og rata í hin skemmtilegustu ævintýri eins og okkur einum er lagið. Það allra merkilegasta sem ég hef séð hérna held ég að hljóti að vera súkkulaðihúðuðu kartöfluflögurnar sem við sáum í súkkulaðiverksmiðjunni sem við heimsóttum. Það sem þessum Bandaríkjamönnum dettur ekki í hug, hvað gætum við mögulega gert sem er óhollara en nammi og snakk? Það hlýtur jú að vera nammihúðað snakk... Evert býr svo vel að hafa aðgang að bæði sundlaug, heitum potti og útigrilli og hefur þetta að sjálfsögðu verið nýtt hið ítrasta.
Á morgun fer ég til Chicago og þaðan flýg ég til Englands þann 5.maí, þannig að ekki er laust við að sé farið að styttast í annan endann á reisunni miklu. Annars er ég búin að hafa það skrambi gott hér í Ameríkunni og eru þessir kanar bara hið ágætisfólk. Hér eru allir agalega vingjarnlegir og spjalla út í hið óendanlega, og hef ég átt hin athyglisverðustu samtöl við hið ólíklegasta fólk. Ekkert nema gaman að því...
Here I am in the sunshine state of Florida, of all places. The endless day, the 24th of may passed smoothly and we had a very good time in Los Angeles, where we stayed with Rósa´s friend Eyrún. Eyrún was actually the first Icelander we´ve met since the night we had spaghetti bolognese with my aunt Nina in Cambridge and that was in February, and it did feel a bit strange to hear someone else speak Icelandic. Quite frankly I had grown used to the fact that noone speaks Icelandic other than myself, Rósa and Steinþór.
I only stopped in Los Angeles for one night, before I parted with my travel companions and headed out to Florida. In Tampa Airport I was greeted by my uncle Óli and aunt Lola, snowbirds who live here in Florida during the cold Canadian winter (can´t say I blame them ;). It was really great seeing them and they spoiled me rotten during my way too short visit (I promise, I´ll stay longer the next time round). Óli took me to Wal-mart, just to experince the craziness, and we ate at an all-you-can-eat buffet. I have never in my life seen anything like it, something you just have to see to believe. Needless to say we came out several kilos heavier than we did going in, how could you not just eat?
Now I´m in Daytona Beach, staying with my friend Evert. Here we wiz around on his scooter with the wind in our hair and have had alot of fun, he has a great nose for adventures. The most remarkable thing that I´ve seen here would surely be the chocolate-covered crisps. The things that americans come up with, oh boy... Evert has access to a swimming pool, a hot pot and a barbeque and we have of course used it exessively.
Tomorrow I fly to Chicago and from there I will fly to England on the 5th of may, so it seems that my trip is getting shorter by the day and will be all over soon. I´ve had a very good time here in USA and I find these yanks to be pretty interesting. Everyone is very friendly and always up for a chat, and I´ve had the most interesting conversations with the most unlikely people. Good times...
Ég stoppaði bara eina nótt í Los Angeles, áður en ég skildi við mína annars ágætu ferðafélaga og hélt áleiðis til Flórída. Á flugvellinum í Tampa hitti ég fyrir hann Óla frænda minn og Lólu spússu hans, en þau eru svokallaðir snjófuglar (snowbirds upp á góða útlensku), þau búa hér í Flórída á veturna en í Kanada á sumrin. Það var alveg einstaklega skemmtilegt að hitta á þau skötuhjú og var að sjálfsögðu dekrað við mig og er ég gjörspillt eftir þessa stuttu heimsókn. Óli frændi fór með mig í Wal-Mart, ekki til að versla heldur bara til að upplifa ósköpin, og við fórum út að borða á all-you-can-eat hlaðborð og aldrei hef ég upplifað annað eins! Jeremías segi ég bara...
Nú er ég stödd á Daytona beach þar sem Evert er sóttur heim. Hér geisumst við um á vespunni hans með vindinn í hárinu... eehhhh... hjálminum, og erum búin að bralla ýmislegt og rata í hin skemmtilegustu ævintýri eins og okkur einum er lagið. Það allra merkilegasta sem ég hef séð hérna held ég að hljóti að vera súkkulaðihúðuðu kartöfluflögurnar sem við sáum í súkkulaðiverksmiðjunni sem við heimsóttum. Það sem þessum Bandaríkjamönnum dettur ekki í hug, hvað gætum við mögulega gert sem er óhollara en nammi og snakk? Það hlýtur jú að vera nammihúðað snakk... Evert býr svo vel að hafa aðgang að bæði sundlaug, heitum potti og útigrilli og hefur þetta að sjálfsögðu verið nýtt hið ítrasta.
Á morgun fer ég til Chicago og þaðan flýg ég til Englands þann 5.maí, þannig að ekki er laust við að sé farið að styttast í annan endann á reisunni miklu. Annars er ég búin að hafa það skrambi gott hér í Ameríkunni og eru þessir kanar bara hið ágætisfólk. Hér eru allir agalega vingjarnlegir og spjalla út í hið óendanlega, og hef ég átt hin athyglisverðustu samtöl við hið ólíklegasta fólk. Ekkert nema gaman að því...
Here I am in the sunshine state of Florida, of all places. The endless day, the 24th of may passed smoothly and we had a very good time in Los Angeles, where we stayed with Rósa´s friend Eyrún. Eyrún was actually the first Icelander we´ve met since the night we had spaghetti bolognese with my aunt Nina in Cambridge and that was in February, and it did feel a bit strange to hear someone else speak Icelandic. Quite frankly I had grown used to the fact that noone speaks Icelandic other than myself, Rósa and Steinþór.
I only stopped in Los Angeles for one night, before I parted with my travel companions and headed out to Florida. In Tampa Airport I was greeted by my uncle Óli and aunt Lola, snowbirds who live here in Florida during the cold Canadian winter (can´t say I blame them ;). It was really great seeing them and they spoiled me rotten during my way too short visit (I promise, I´ll stay longer the next time round). Óli took me to Wal-mart, just to experince the craziness, and we ate at an all-you-can-eat buffet. I have never in my life seen anything like it, something you just have to see to believe. Needless to say we came out several kilos heavier than we did going in, how could you not just eat?
Now I´m in Daytona Beach, staying with my friend Evert. Here we wiz around on his scooter with the wind in our hair and have had alot of fun, he has a great nose for adventures. The most remarkable thing that I´ve seen here would surely be the chocolate-covered crisps. The things that americans come up with, oh boy... Evert has access to a swimming pool, a hot pot and a barbeque and we have of course used it exessively.
Tomorrow I fly to Chicago and from there I will fly to England on the 5th of may, so it seems that my trip is getting shorter by the day and will be all over soon. I´ve had a very good time here in USA and I find these yanks to be pretty interesting. Everyone is very friendly and always up for a chat, and I´ve had the most interesting conversations with the most unlikely people. Good times...
Subscribe to:
Posts (Atom)